fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Bianca Censori á nærbuxunum í bíó með dóttur Kanye West

Fókus
Mánudaginn 29. júlí 2024 11:30

Kanye West og Bianca. (Mynd: Arnold Jerocki/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori fór í bíó á nýju Marvel myndina, Deadpool & Wolverine, ásamt eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West, og elstu dóttur hans, North West.

Kanye á North, 11 ára, með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian.

Klæðnaður Biöncu hefur lengi vakið athygli. Í síðustu viku var greint frá því að hún væri búin að ganga skrefinu lengra og væri hætt að hylja geirvörturnar sínar.

Hún er einnig farin að ganga í nærbuxum sem buxum, en áður fyrr voru sokkabuxur vinsælar hjá henni í stað buxna.

Í þau skipti sem Bianca hefur sést opinberlega með North hefur hún hvílt djörfu flíkurnar. En ekki í þetta sinn.

Á meðan Kanye var klæddur í svartar síðbuxur og svarta hettupeysu var Bianca aðeins í nærbuxum, síðerma bol og svörtum hælaskóm. Page Six birti fleiri myndir.

Myndir af bíóferðinni hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og gagnrýna sumir netverjar Biöncu og segja hana slæma fyrirmynd fyrir dóttur Kanye.

Það er samt óhætt að segja að þessar flíkur séu heldur efnismeiri en þær sem Bianca klæðist venjulega.

„Kim sagði Kanye að hann ætti aldrei að leyfa Biöncu að klæða sig svona fyrir framan börnin,“ sagði heimildarmaður Daily Mail í janúar.  „Hún er í alvöru mjög hissa að Kanye hleypi eiginkonu sinni út úr húsi svona klæddri.“

Sjá einnig: Venjulega buxnalaus en ekki alltaf – Svona klæðir hún sig fyrir framan dóttur Kanye West

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja