fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Fókus

Ástæðan fyrir því að ein skærasta stjarna Hollywood hvarf úr sviðsljósinu

Fókus
Mánudaginn 29. júlí 2024 14:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josh Hartnett var ein skærasta stjarna Hollywood fyrir tveimur áratugum og var beðinn um að leika næsta Batman þegar hann pakkaði saman eigum sínum, flutti úr borg englanna og sagði skilið við sviðsljósið.

Hartnett var á hápunkti ferilsins þegar hann gekk í burtu frá því öllu. Hann var einn eftirsóttasti leikari Hollywood seinni hluta tíunda áratugarins og við upphaf aldamóta eftir að hann kom fram í kvikmyndinni Halloween: H20. Hann lék einnig í The Faculty, Pearl Harbour, Black Hawk Down og fleiri vinsælum myndum.

What Happened to Josh Hartnett? | AnotherMan
Ungur Josh Hartnett.

Honum var síðan boðið draumahlutverk margra leikara, hann var bæði beðinn um að leika Superman, en hafnaði því tvisvar, og Batman. Christian Bale tók hlutverkið í hans stað.

Næsta sem hann gerði var eitthvað sem enginn bjóst við, hann hætti að leika og flutti til Minnesota á heimaslóðir. Hann lék ekkert í tvö ár en fór síðan að leika aftur en í minni mæli og ekki í jafn stórum kvikmyndum.

Óheilbrigt

„Fólk hafði allt of mikinn áhuga á mér og það var óheilbrigt,“ sagði Hartnett um ákvörðun sína að yfirgefa sviðsljósið.

„Það voru nokkur atvik þar sem fólk kom heim til mín, ég lenti í eltihrellum.“

Þegar leikarinn var 27 ára og á hápunkti ferilsins mætti karlmaður á frumsýningu með byssu og sagðist vera faðir Hartnett til að komast nær honum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn.

Josh Hartnett and Aussie actor Ariel Donoghue star together in new film Trap, in cinemas August 8. Picture: Supplied.
Josh Hartnett fer með hlutverk í spennutryllinum Trap sem kemur út í ágúst.

„Það var margt sem gerðist, þetta var skrýtinn tími […] Ég vildi ekki að vinnan myndi taka yfir líf mitt. Ég sá hvað kom fyrir aðra á þessum tíma og ég vildi ekki lenda í því sama, þannig ég gaf þetta allt upp á bátinn.“

Hartnett er hægt og rólega að koma til baka í sviðsljósið og fer með hlutverk í nýja spennutryllinum Trap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd