fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Rúnar hlaut verðlaun fyrir leikstjórn Ljósbrot

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 11:45

Rúnar Rúnarsson, Claudia Hausfeld, Sophia Olsson, Þórður Jónsson, Heather Millard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á verðlaunaafhendingu Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Palic í Serbíu í gærkvöldi afhenti formaður dómnefndar, Bettina Broekemper, Rúnari Rúnarssyni verðlaun fyrir bestu leikstjórnina fyrir kvikmyndina Ljósbrot.

„Ljósbrot heillaði okkur ekki aðeins með frábærum leik og hugmyndaríkri notkun myndmáls og hljóðs, heldur einnig með lýsingu á innri sorg í flóknum sambandsaðstæðum. Mjög innileg kvikmynd sem sýnir ástarmissi á blíðlegan og áhrifaríkan hátt. Með mikilli nákvæmni og snörpum stíl, skilur leikstjórinn þig eftir agndofa,“ sagði Broekemper.

Frumsýning á Cannes
Ágúst Wigum, Gunnar Kristjánsson,
Elín Hall, Rúnar Rúnarsson, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson

Ljósbrot verður frumsýnd hérlendis 28. ‘agúst, í aðalhlutverkum eru Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Rúnar Rúnarsson skrifar handrit myndarinnar og leikstýrir en Heather Millard framleiðir.

Ljósbrot var opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda.

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Í nýrri stiklu sem hefst sem bein útsending frá Hvalfjarðargöngunum hefur mikið mannfall átt sér stað og margra er enn saknað. Í kjölfarið fylgja dúndrandi tónar frá Hr. Hnetusmjöri við glefsur úr myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli