fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að það allra besta sem konur geri á samfélagsmiðlum er að fylgja eins breiðu litrófi af fólki. Tekur hún leikkonuna Pamelu Anderson orðum sínum til áréttingar, en Anderson hefur fengið yfir sig holskeflu af neikvæðum athugasemdum eftir að hún fór að koma fram farðalaust nýlega. 

„Pamela Anderson gerði garðinn frægan í níunni spígsporandi á ströndum Kaliforníu vopnuð flotholti íklædd örsmáum rauðum sundbol. Barmurinn íturvaxinn með aðstoð sílíkons. Andlitið farðað í fullum skrúða

En nú er Pamela 57 ára gömul og hefur skipt út þéttu sparslinu fyrir laufléttan farða, augnhár og augabrúnir eru náttúrulegar og er ekki að fela hrukkur og ellibletti.

Henni er drull….. og það er ofursvalt,“ segir Ragga í færslu á Facebook-síðu sinni.

Svona munum við Anderson frá tíunda áratugnum þegar hún steig fyrst fram 25 ára gömul árið 1992 í sjónvarpsþáttunum Baywatch.

„En þessu fylgir kostnaður í formi ljótra athugasemda frá litlum sálum vopnuðum lyklaborði og fela sig bakvið notendanafn á Instagram.

„Ertu 80 ára?“

„Þú þarft eitthvað meiköpp. Ekki mikið. Bara smá.“

„Sorrý en hún þarf allavega maskara til að augun sjáist betur.“

„Djammið með Tommy er greinilega að taka sinn toll.“

„Hún lítur út eins og draugur.“

„Please. Settu á þig augabrúnir.“

„Þyngdarlögmálið er ekki að vinna með þér.“

Þetta er bara brotabrot af neikvæðum athugasemdum sem Pamela fékk yfir sig á nýjasta pósti sínum,“ segir Ragga.

Í athugasemdum við færslu sem Anderson birti 12. júní má sjá fjölda neikvæðra athugasemda um útlit hennar. Vissulega eru margar jákvæðar líka.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pamela Anderson (@pamelaanderson)

Hún segir að myndir af lítt förðuðu andliti séu ferskur andblær í hafsjó af þykkum farða, augnháralengingum, kinnafyllingum, bótoxi, og strekktum smettum. En kaldhæðnin er að þær konur fá einnig yfir sig holskeflu af athugasemdum. Þá eru þær of hégómagjarnar.

„Samkvæmt lyklaborðsriddurum er að sýna aldur sinn, vera óförðuð, með hrukkur eða í yfirþyngd eitthvað sem ætti að draga konur fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag.

Þeim er drull hvort þær séu góðar manneskjur, gáfaðar, með falleg gildi, fyndnar og til staðar fyrir fólkið sitt.

Með dýrmæta reynslu til að miðla áfram eða hvað þær hafa afrekað.

Ertu ekki örugglega mjó og falleg?

Þá ertu ókei.“

Ragga bendir á þá einföldu staðreynd að konur eldast eins og restin af mannkyninu… það er lögmál lífsins. „Andlitið segir sögu hvers og eins. Hver hrukka er merki um bros, hlátur, grátur og áhyggjur. Elliblettir eru reynslublettir. Slitför eftir meðgöngu eru ummerki um fallegustu reynslu mannsins.

Ef einhver krumpast yfir sögu þinni þá er það þeirra vandamál, ekki þitt.“

Að lokum segir Ragga að það allra besta sem við konur gerum á samfélagsmiðlum er að fylgja eins breiðu litrófi af fólki og hægt er.

„Konum á öllum aldri.

Eldri konur sem eru ekki útúrfilteraðar.

Konum af öðrum kynþáttum.

Frá öðrum menningarheimum.

Konum í öllum stærðum.

Transkonum.

Allskonar líkömum. Stórir. Litlir. Þybbnir. Grannir. Vöðvaðir.

Ekki bara Hollívúdd Instagram TikTok ofspörsluð filteruð smetti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“