Nú þegar hafa liðlega 34.000 áhorfendur séð Snertingu í bíó og er hún enn á góðri siglingu.
Snerting heldur áfram að gera víðreist og hvarvetna við frábærar undirtektir. Á fimmtudagskvöldið voru feðgarnir Baltasar og Pálmi Kormákur, einn af aðalleikurum myndarinnar, viðstaddir sérstaka hátíðarsýningu á Snertingu á kvikmyndahátíðinni í Taormina, á Sikiley, þar sem hún var sýnd utandyra í hinu forna, sögufræga hringleikahúsi eyjarinnar – Teatro antico di Taormina.