fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fókus

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 21. júlí 2024 16:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir okkur þurfa að velja af kostgæfni þá sem við kjósum að verja tíma okkar með til að vernda heilsuna okkar.

„Við þurfum að velja af kostgæfni hverjum við eyðum tíma með svo taugakerfið okkar sé í meira stuði en saumaklúbbshópur á sjöunda búbbluglasi í sumarbústaðaferð að hringja í Sigga Hlö.

Við getum nefnilega átt sambönd og samskipti sem marinera okkur í kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni, tætt og tjásuð í streitukerfinu. Stöðugt í varnarham með alla vöðva grjótspennta tilbúin í baráttu, og taugarnar þandar í ótta og kvíða. Við þurfum að sía út fólk úr lífinu okkar til að vernda heilsuna okkar,“ segir Ragga í færslu sinni.

„Fólk þar sem okkur finnst við ekki geta verið við sjálf og setjum upp grímu og ritskoðum hverja setningu sem hrökklast út um munnvikin.

Fólk sem hefur aldrei samband að fyrra bragði.

Fólk sem hlustar ekki.

Er á sjálfshátíð og spyrja ekkert út í þína hagi.“ 

Margir vanvirða mörk annarra

Ragga segir slíkt fólk mergsjúga batteríið og vanvirða mörk okkar ítrekað. 

„Rembast eins og rjúpan á staurnum við að rífa niður mörkin þín því þau hagnast á því að þú hafir engin mörk.

Beita klækjabrögðum, þríhyrningun, samviskubitsvæðingu, fýlustjórnun.

Þvinga þig til að gera eitthvað með því að planta samviskubiti og sektarkennd hjá þér í gegnum tilfinningalegt ofbeldi.“

Segir hún að þessir einstaklingar álíti það landráð þegar þeim er svarað með nei. Það þýði að þér þyki greinilega ekki nógu vænt um þau til að sitja og standa eins og strengjabrúða.

„Þegar þú finnur innri styrk og staðfestu til að brjóta upp mynstrið og skapa fjarlægð við orkusugurnar sem setja taugakerfið þitt á felguna þá kreppast oft tær í níðþröngum lakkskóm.

Þú hefur skrúbbað manneskjugeðjun úr þér með klór og bleikiefni.

Þú ert kominn með uppí kok af því að „halda friðinn.“

Þér er drull þó þessi eða hin eitraða manneskja sé fjölskyldan þín.

Þú lætur ekki stýra þér með allskonar klækjabrögðum

Þú lætur ekki samviskubitsvæða þig í að gera hluti fyrir fólk.“

 

Ruggum bátnum með því að setja mörk

Ragga segir að þegar við segjum allt í einu mörk með því að segja nei, í staðinn fyrir meðvirknis-jáið, þá séum við að rugga bátnum.

„Þegar þú ákveður að vera ekki lengur í sambandi við fólk sem hefur ítrekað gengið yfir mörkin þín.

Þú átt bara eina heilsu og stundum þarftu að vernda hana með að segja sæjónara og klippa á samskiptin.

Það er ekki bara kvóti á fiskinn.

Það er líka kvóti á hversu miklum tíma þú eyðir með fólki sem á ekki tíma þinn skilið.

Og tíma færðu aldrei til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Billy Joel datt kylliflatur í miðju lagi – „Ég hafði miklar áhyggjur af honum alla tónleikana“

Billy Joel datt kylliflatur í miðju lagi – „Ég hafði miklar áhyggjur af honum alla tónleikana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Halle Berry var ranglega greind með herpes þegar kynlíf varð skyndilega sársaukafullt

Halle Berry var ranglega greind með herpes þegar kynlíf varð skyndilega sársaukafullt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin