fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fókus

10 áhugaverðar staðreyndir um loddaralíðan

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2024 16:30

Lella Erludóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Loddaralíðan (e. impostor syndrome) er eitthvað sem flestir bera í einrúmi og þögn og hún er þungur baggi að bera. Það er hluti af hinum hamlandi áhrifum hennar að þora ekki og vilja ekki ræða sínar neikvæðu tilfinningar og hugsanir af ótta við að varpa þannig ljósi á eigin vangetu og þekkingarleysi,

Segir markþjálfinn Lella Erludóttir sem heldur námskeið um loddaralíðan í ágúst.

,,Stór þáttur í því að vinna bug á loddaralíðan er að skilja hana betur, hvað þetta fyrirbæri er, hvaðan það kemur og hvernig það birtist í þínu lífi. 

Hér eru 10 áhugaverðar staðreyndir um loddaralíðan:

  • Uppruni: Hugtakið impostor syndrome, sem ég vel að kalla loddaralíðan, var fyrst kynnt til sögunnar árið 1978 af bandarísku sálfræðingunum Pauline Clance og Suzanne Imes. Þær greindu fyrirbærið fyrst hjá konum sem náð höfðu miklum árangri í starfi en mátu sig minna greindar og minna hæfar en aðrir töldu þær vera.
     
  • Útbreiðsla: Rannsóknir áætla að um 70% fólks upplifi loddaralíðan einhvern tíma á ævinni, sem bendir til að fyrirbærið sé útbreitt og töluverð tækifæri til úrbóta.
     
  • Hefur mest áhrif á þá sem ná mestum árangri: Loddaralíðan er sérstaklega algeng meðal þeirra sem ná miklum árangri í starfi og fullkomnunarsinna sem setja sér mjög há markmið og upplifa að þau verði að skara fram úr á öllum sviðum lífsins.
     
  • Ekki geðröskun: Loddaralíðan er sálfræðilegt og hugrænt mynstur frekar en klínískt ástand.
     
  • Algeng einkenni: Fólk sem þjáist af loddaralíðan upplifir oft tilfinningar á borð við sjálfsefa, ótta við að upp um þau komist, að þau hafi beitt blekkingum til að komast áfram í starfi, að árangur hafi eingöngu náðst vegna ytri þátta en hafi ekkert með þekkingu, færni eða eiginleika manneskjunnar að gera. Þau sem þjást af loddaralíðan gera ítrekað lítið úr eigin afrekum og sigrum.
     
  • Kynjamunur: Þótt loddaralíðan hafi fyrst verið rannsökuð hjá konum sýna rannsóknir að hún hefur áhrif á fólk af öllum kynjum, kynþáttum og bakgrunnum. Rannsóknir sýna þó að loddaralíðan er útbreiddust meðal kvenna, litaðs fólks og annarra jaðarhópa.
     
  • Menningarlegir þættir: Menningarlegur bakgrunnur getur haft áhrif á útbreiðslu og upplifun af loddaralíðan. Í sumum menningarsamfélögum er meiri pressa á að ná árangri og fylgja samfélagslegum væntingum, sem getur aukið vanmátt og neikvæðar tilfinningar í garð eigin árangurs.
     
  • Áhrif í starfi: Loddaralíðan getur haft veruleg áhrif á starfsferil, leitt til minni starfsánægju, kulnunar og tregðu til að sækjast eftir stöðuhækkunum eða nýjum tækifærum vegna ótta við að mistakast.
     
  • Að vinna bug á loddaralíðan: Það er ýmislegt hægt að gera til að losa sig við loddaralíðan og vinna bug á áhrifum hennar. Til dæmis er fyrsta skrefið að koma auga á eigin loddaralíðan, viðurkenna tilfinningarnar og hugsanirnar sem fylgja henni, deila reynslu sinni með öðrum, leita stuðnings og handleiðslu við að komast út úr henni og stunda sjálfsumhyggju, sjálfsmildi og sjálfsrækt.
     
  • Áhrif samfélagsmiðla: Með aukinni notkun samfélagsmiðla virðist vegur loddaralíðunar vaxa þar sem fólk á orðið auðveldara með að bera sitt raunverulega lífa saman við vandlega formaðar og fjöðrum skreyttar útgáfur af lífi annarra. Þegar eigin raunveruleiki bliknar í samanburði við ímynduð líf annarra á loddaralíðan greiðan aðgang inn í hug okkar og hjörtu. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að upplifa sig minni, síðri, og ófullnægjandi í veröld sem mælir oft gæði út frá afrekum.

Eins og áður sagði heldur Lella námskeiðið Losaðu þig við loddaralíðan sem hefst 7. ágúst. 

,,Ef þú upplifir loddaralíðan og vilt aðstoð við að vinna bug á henni eða ef þú vilt einfaldlega fræðast um fyrirbærið og styrkja þig til framtíðar.“

 Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024