fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Auglýsing um Osló með Halfdan í fararbroddi slær í gegn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaauglýsing um Osló sem birt var í lok júní hefur slegið í gegn fyrir öðruvísi nálgun, en svo virðist sem lítill áhugi sé á því að ferðamenn heimsæki borgina yfirhöfuð. Auglýsingin er á vegum Visit Oslo, sem er opinber ferðavefur borgarinnar.

Auglýsingin kynnir okkur fyrir Halfdan, sem er 31 árs og íbúi borgarinnar. ,,Ég myndi ekki koma hingað, ef ég ætti að vera hreinskilinn. Er þetta einu sinni borg? Ég bý hérna og ólst upp hérna, því miður.“

Segir hann Osló meira eins og þorp, maður hitti forsætisráðherrann á horninu og á næsta horni konunginn sjálfan.

,,Ef þú þarft ekki að standa í röð í margar klukkustundir er það þá þess virði að sjá það?“ segir Halfdam um listir og menningu. ,,Ekki alveg Mona Lisa,“ segir hann þar sem hann stendur við þekktasta málverk Norðmanna, Ópið eftir Edvard Munch.

,,Og ég er ekki sinni frægur,“ segir Halfdan um þá stöðu að geta labbað inn á næsta veitingastað og bara fengið borð, án þess að panta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf