fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Fókus
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega kannast lesendur við teiknimyndapersónuna Stjána bláa, sjóarinn með þykku framhandleggina sem varð að ofurmenni ef hann borðaði spínat. Færri vita að Stjáni blái er byggður á raunverulegum manni.

Fyrirmyndin að teiknimyndapersónunni var frægur í Illinoise á þriðja áratug síðustu aldar. Hann var reyndar enginn sjóari heldur annálaður slagsmálahundur sem fáir áttu roð í.

Frank „Rocky“ Fiegel hefði líklega verið afreksmaður í hnefaleikum hefði hann stundað íþróttina. Hann af pólskum uppruna og eftir langan vinnudag fór hann á barinn þar sem bauð mönnum birginn í von um að komast í slag. Hann naut þess að geta sýnt yfirburði sína hvað hörku og styrk varðaði. Hann átti erfitt með að tolla í vinnu en gekk þó ágætlega eftir að hann gerðist barþjónn, sem hentaði lífsstíl hans vel.

Kona frá Chester lýsti honum sem hávöxnum sterkum „alltaf tilbúinn í slag og endaði alltaf sem sigurvegarinn.“

Þessi harðjaxl var þó mjúkur inn við beinið, hann elskaði börn og var þekktur í bænum sínum fyrir að eiga alltaf nóg af sælgæti. Eftir langa vakt á barnum settist hann gjarnan í stól þar fyrir utan til að fá sér pípu. Þreytan sagði til sín og dottaði hann gjarnan með pípuna í munninum, börnum til mikillar gleði sem gerðu sér að leik að stríða honum. Þau vöktu hann með öskrum og þá rauk hann á fætur og otaði hnefanum að þeim, þó af lítilli alvöru. Hann var verndari barnanna og ef einhver stríddi þeim eða beitti órétti þá var Fiegel að mæta. Frændi hans rifjaði síðar upp að eitt sinn hafði hann lent í hrekkjusvíni. „Þá kom Rocky og vék sér að honum, hrekkjusvínið tók upp hníf en Rocky lét það ekki stöðva sig.“

Eitt barnanna sem fékk gjarnan góðgæti hjá Fiegel var teiknarinn E.C. Segar sem er einmitt höfundur Stjána bláa.

Fiegel og Stjáni blái eiga meira sameiginlegt en styrk og hörku. Þeir voru líka svipaðir í útliti. Eins og Stjáni þá var Fiegel með eitt auga, framstæða höku og báðir elskuðu að reykja tóbak með pípu.

Fyrst átti Stjáni blái bara að vera gestur í myndasögunni sem Seger var að teikna fyrir, Thimble Theatre. Hann varð þó fljótt svo vinsæll að fáir muna í dag hver í upphafi var aðalpersónan í myndasögunni. Stjáni blái eignaðist marga aðdáendur á fjórða áratugnum. Fiegel vissi þó ekki af því. Hann var enn í bænum Chester og enn að slást á pöbbum.

Segar lést úr hvítblæði árið 1938, þá aðeins 43 ára gamall. Fiegel var þó enn hinn hraustasti, þá 69 ára. Það var eftir andlát Segar sem Fiegel kynntist Stjána bláa. Hann lést svo sjálfur árið 1947 og var lagður til hvíldar í ómerktri gröf. Gröfin var ómerkt allt þar til aðdáendaklúbbur Stjána bláa reisti þar legstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin