fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Fókus
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrý-söngkonan Ingrid Andress hefur viðurkennt að hún var drukkin þegar hún söng þjóðsöng Bandaríkjanna á hafnarboltaviðburðinum Home Run Derby á mánudaginn. Hún greinir jafnframt frá því að ætla nú í meðferð við áfengissýki.

„Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full í gærkvöldi,“ skrifaði söngkonan á samfélagsmiðla sína. „Ég ætla í meðferð í dag til að fá hjálpina sem ég þarf. Þetta var ekki ég í gær.“

Hún biður aðstandendur viðburðarins, áhorfendur sem og Bandaríkjamenn alla afsökunar, en hún hefur undanfarna daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa hreint slátrað laginu.

Söngkonan var vægast sagt fölsk á mánudaginn sem þótti undarlegt þar sem Ingrid er þekkt fyrir að vera kraftmikil tónlistarkona. Flutningur hennar á þjóðsöngnum, The Star-Spangled Banner, hefur verið borin saman við flutning söngkonunnar Fergie árið 2018 sem og grínistans Roseanne Barr árið 1990.

Flutning Ingrid má heyra hér:

Til samanburðar má rifja upp sambærilegt atvik þegar Fergie söng lagið árið 2018.

Og loks Rosanne Barr

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á