fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 15:30

Mynd: PageSix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leik­ar­inn og tón­list­armaður­inn Jack Black hefur aflýst frekari tónleikum í túr hljómsveit­ar­inn­ar Tenacious D. Ástæðan eru ummæli sem félagi hans, Kyle Gass, lét falla á tón­leik­um þeirra í Syd­ney á sunnu­dag.

Gass fagnaði 64 ára afmæli þann dag og söng Black afmælissönginn honum til heiðurs, Gass var einnig færð afmæliskaka upp á svið og honum gefin ein ósk.

„Don’t Miss Trump Next Time,“ sagði afmælisbarnið. Það er að sá sem myndi skjóta næst að Donald Trump myndi einfaldlega hitta og drepa forsetaframbjóðandann, en eins og kunnugt er þá varð Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fyrir skotárás á laugardag á fjölmennum kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu-fylki.

Sjá einnig: Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Sjá einnig: Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Í yfirlýsingu sem Black birti á Instagram segir hann að svar Gass hafi komið honum að óvörum. „Ég myndi aldrei láta hat­ursorðræðu viðgang­ast eða hvetja til póli­tísks of­beld­is af neinum toga. Eft­ir mikla íhug­un hef ég ákveðið að ekki sé viðeig­andi að halda tón­leika­ferðinni áfram og allar frekari áætlanir eru í athugun. Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jack Black (@jackblack)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk