fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Snerting slær í gegn hjá bandarískum gagnrýnendum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. júlí 2024 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag, hófust í Bandaríkjunum sýningar á Snertingu, mynd Baltasars Kormáks eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar.  Í aðdraganda frumsýningar hefur myndin hlotið frábæra dóma hjá þarlendum gagnrýnendum.   Á vefsíðunni Rotten Tomatoes sem dregur saman umsagnir gagnrýnenda er hún með 95% í einkunn.

Þar á meðal eru fjölmiðlar á borð við New York Times, Wall Street Journal og TIME, fagtímaritin Variety og Hollywood Reporter, ásamt áhrifamiklum netmiðlum á borð við IndieWire, Mashable, Screen Daily og Roger Ebert.  Þá segir gagnrýnandi hins áhrifamikla vefmiðils Movieweb í dómi sínum að Snerting (Touch) sé besta mynd sem komið hafi í bíó í Bandaríkjunum það sem af er árinu.

Gagnrýnandi TIME, Stephanie Zacharek, tekur ekki síður djúpt í árinni. „Snerting er mynd leikstjóra sem leyfir sér að láta kylfu ráða kasti og hugsa með hjartanu – og með því fær hann okkur áhorfendur til að trúa því að við getum það líka.“

Í New York Times segir að „nærfærinn leikur og gífurlega áhrifamikil flétta gera Snertingu að sígildri vasaklútamynd – að viðbættri einstaklega næmri útfærslu á ást fólks af ólíkum bakgrunni.“

Roger Ebert hælir Snertingu líka á hvert reipi enda „skíni af henni glæsileikinn.“  Og í Variety segir: „Þegar upp er staðið er Snerting einstaklega áhrifamikil og mannleg mynd um fólk sem endurreisir líf sitt eftir skelfilegan missi með því að vinna bug á sorginni með kjark og ást að vopni.  Og það er ekkert sem hefur jafn djúpstæð áhrif á áhorfendur og að verða vitni að því.“

Baltasar er að sjálfsögðu ánægður með viðtökurnar:  „Það er ótrúlega gefandi að lesa lof um kvikmyndina og þá sérstaklega þegar verið er að hlaða lofi á samstrfsfólk mitt.  Fólki sem hefur gefið allt í þessa mynd og uppsker nú ríkulega.  Leikarar, listrænt samstarfólk, tæknimenn og allir aðrir, sem lögðu hönd á plóginn.  Nú þegar Snerting er að hefja heimsreisu sína er einnig vert að þakka stjórnvöldum, Kvikmyndamiðstöð Íslands og öllum þeim sem hafa haft trú á íslenskri menningu hér heima og erlendis“

Það er hið þekkta kvikmyndaver Focus Features sem fer með réttinn og dreifinguna á Snertingu í Bandaríkjunum en utan þeirra er Universal Pictures í því hlutverki.

Snerting hefur hlotið mikið lof gagnrýnanda og áhorfanda á Íslandi en hér var hún frumsýnd í maí og er enn sýnd við góða aðsókn í kvikmyndahúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“