fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Fókus
Föstudaginn 12. júlí 2024 21:30

Harry og Meghan eru ekki í náðinni hjá Karli konungi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, virðast ekki gera neitt rétt. Í vikunni hlaut Harry hin virtu Patt Tillmann á ESPY-hátíðinni, sem eru einskonar óskarsverðlaun íþróttanna vestra. Verðlaunin hljóta þeir sem sagðir eru hafa gefið af sér til samfélagsins með eftirtektarverðum hætti. Harry er vissulega duglegur að styrkja og vekja athygli á ýmsum góðgerðamálefnum en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan í marga Bandaríkjamenn.

Þrátt fyrir einlæga ræðu á hátíðinni og myndir af stoltri Meghan klappa fyrir sínum manni þá hafa blossað upp hávær mótmæli á netinu varðandi ákvörðunina. Skoðanakönnun sem Newsweek lét framkvæma leiddi í ljós að helmingur þeirra sem kusu voru ósáttir við að Harry hlyti verðlaunin og ljóst að óvinsældir parsins hafa aukist mikið vestra. Segja sérfræðingar að hertogahjónin séu orðin ekki síður umdeild þar ytra og í heimalandi sínu.

Eins og frægt varð ákváðu hjónin að segja skilið við bresku konungsfjölskylduna og flytja vestur um haf fyrir nokkrum árum, ekki síst til þess að fá frið fyrir bresku pressunni. Það þykir því skjóta skökku við að hjónin geri í því að mæta á hverskonar verðlaunaafhendingar og viðburði en alls hafa þau hlotið sjö virt samfélagsverðlaun síðastliðin rúm tvö ár vestra. Þá hafa þau verið dugleg að vekja á sér athygli með sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum og virðast í raun þefa upp eins mikla athygli og þeim er unnt þrátt fyrir að hafa í raun lýst því yfir að þau vildu vera í friði.

Tvískinnungshátturinn fer illa í Breta og Bandaríkjamenn og má vart á milli sjá hjá hvorri þjóðinni hjónin eru óvinsælli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu