fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Fókus
Föstudaginn 12. júlí 2024 16:30

Frosti Logason. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fjölmiðlamaður gerir starfshætti Heimis Má Péturssonar fréttamanns hjá Sýn að umtalsefni í þætti sínum Harmageddon á efnisveitunni Brotkast en brot úr þættinum er öllum aðgengilegt á Youtube. Frosti er fyrrverandi starfsmaður Sýnar og því um fyrrum vinnufélaga að ræða. Frosti kallar raunar Heimi Má góðkunningja sinn og yndislegan mann. Frosti segir hins vegar að Heimir Már hafi sýnt af sér hlutdrægni og ófagmennsku í umfjöllun um fund leiðtoga ríkja Atlantshafsbandalagsins, sem lauk í gær, sem og um Joe Biden Bandaríkjaforseta og Donald Trump mótframbjóðanda hans.

Frosti spilar í þættinum bút úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2 þar sem fréttaþulurinn Sindri Már Sindrason ræðir við Heimi Má um þessi mál.

Í bútnum ræðir Heimir Már meðal annars um frammistöðu Joe Biden í nýlegum kappræðum við Donald Trump sem þótti svo slæleg og skýrt merki um hrumleika forsetans, sem kominn er á níræðisaldur, að kröfur um að hann hætti við framboð sitt til endurkjörs eru orðnar háværar. Heimir Már segir þá afsökun Biden að hann hafi verið þreyttur og með kvef ekki vera fullnægjandi en bætir við:

„Biden hefur alveg frá því að hann var barn átt í ákveðnum erfiðleikum með að tala. Hann stamaði þegar hann var krakki og þarf aðeins að vanda sig þegar hann talar og ef hann verður þreyttur þá kemur það meira fram.“

Heyra má í þættinum Frosta hlæja að þessum orðum Heimis Más. Þess ber að geta að marg oft áður hefur komið fram að Biden stamaði á yngri árum en náði stjórn á staminu og átti þar með auðveldara með að tala. Stam hverfur í mörgum tilfellum nánast alfarið hjá þeim sem hljóta meðferð við því en ekki alltaf. Stam getur komið aftur upp á yfirborðið vegna til að mynda þreytu, álags eða streitu. Þetta kemur m.a. fram á vefsíðu bandarísku læknamiðstöðvarinnar Mayo Clinic.

Vilji Biden en ekki Trump

Frosti telur Heimi Má hafa sýnt af sér hlutdrægni með þessum orðum:

„Síðan fer hann að tala þarna um Joe Biden vin sinn. Heimir Már er svo mikill demókrati að hann gæti ekki leynt því þótt hann reyndi það.“

Frosti segir að sér sýnist augljóst að Heimir Már hafi með orðum sínum um stam Biden litið framhjá fréttum undanfarinna missera um að forsetinn hafi sýnt skýr merki um ellihrumleika. Frosti segir Biden raunar vera orðinn gamalmenni sem sé best geymt á sjúkrastofnun.

Frosti er þó sérstaklega ósáttur við orð Heimis Más um Donald Trump en um forsetaframbjóðandann og forsetann fyrrverandi sagði Heimir Már í áðurnefndnum bút úr fréttatíma Stöðvar 2:

„Trump er svo sem ekkert unglamb heldur og náttúrulega kolvitlaus. Það sjá það allir að þú ert með einn gamlan og vitlausan og einn gamlan sem veit þó allavega hvað hann er að gera. Þetta er náttúrulega samdóma álit heimsins að Trump er hálfviti skilurðu.“

Frosti segist vita það að Heimir Már viti vel að svona megi fréttamaður ekki tala í miðjum fréttatíma:

„Það er afar ófaglegt og kemur ekki vel út fyrir fréttastofuna alla.“

Frosti lýsir síðan eigin skoðunum á Donald Trump eftir að hafa gagnrýnt Heimi Má fyrir að láta í ljós skoðanir sínar á sama viðfangsefni. Ljóst er að Frosti hefur talsverðar mætur á Trump og telur stefnu hans góða:

„Staðreyndin er sú að Trump er málaður upp sem algjör hálfviti. Hann er þó … Það er ekkert í stefnu Trump sem er einhver hálfvitataktík. Þegar fólk skoðar stefnu Trump þá er hún mjög svona, hvað á ég að segja, heilbrigð og skynsöm.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna