fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Fókus
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 14:30

Leikarinn þykir mikið kyntákn. Mynd( Vida Alves McConaughey / Crown

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-stjarnan Matthew McConaughey varð fyrir því óhappi að verða stunginn af býflugu á dögunum. Kyntáknið heimsfræga birti neðangreinda mynd af sér á Instagram-síðu sinni eftir óhappið og sagði einfaldlega: „Býflugnabólga“. Þrátt fyrir að flugan virðist hafa stungið leikarann á fremur óheppilegan stað var hann skælbrosandi á myndinni en aðdáendum hans var engu að síður talsvert brugðið.

Óhappið ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á verkefni leikarans en tökum er lokið á tveimur kvikmyndum með honum í aðalhlutverki. Annars vegar er það myndinThe Lost Bus sem fjallar um hvað fór úrskeiðis þegar skógareldar geysuðu í Kaliforníufylki árið 2018 en um var að ræða einar mannskæðustu hamfarir í nútímasögu Bandaríkjanna. Þá er einnig von á myndinni The Rivals of Amziah King en söguþráður hennar hefur ekki verið gefin upp. 

 

Matthew McConaughey er nær óþekkjanlegur eftir óhappið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“