fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Fókus
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 16:30

Jóhannes Þór Skúlason mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi fengið senda ljósmynd úr leigubílaröðinni á Reykjavíkurflugvelli.  Á myndinni má sjá tvo menn standa og bíða með töskur en ekki verður betur séð en að um sé að ræða ferðamenn af asískum uppruna. Er annar mannanna með ferðatösku sem á er stór mynd af manni sem líkist ansi mikið þjóðþekktum Íslendingi. Jóhannes Þór skrifar:

„Ferðamenn gera lífið skemmtilegra eins og allir vita, og koma sífellt á óvart. Fékk þessa mynd senda frá leigubílaröðinni á Reykjavíkurflugvelli. Ætli Spurningabomban sé vinsæl í Asíu?“

Þar á Jóhannes við sjónvarpsþáttinn Spurningabomban sem sýndur var á Stöð 2 og er meðal þeirra fjölda verkefna sem fjölmiðlamaðurinn þjóðþekkti Logi Bergmann hefur komið að en myndin á tösku ferðamannsins líkist honum ansi mikið.

Í athugasemdum er Jóhannes meðal annars spurður:

„Hvar fær maður svona tösku?“

Jóhannes vísar viðkomandi í gamansömum anda á Aliexpress.

Meðal annarra athugasemda eru:

„Margar spurningarnar vakna. Allar jafnvel.“

„Ég bilast.“

„Ég orga.“

„Þetta er of gott.“

Logi Bergmann svarar spurningu Jóhannesar um vinsældir Spurningabombunnar í Asíu í athugasemd sem ekki er betur séð en að sé sett fram af kerskni:

„Það tel ég líklegt.“

Logi lætur síðan fylgja í annarri athugasemd myndband af lagi þýsku hljómsveitarinnar Alphaville, Big in Japan, frá 1984.

Logi hefur annars lítið látið fyrir sér fara undanfarin misseri.

Myndina sjálfa má sjá hér fyrir neðan. Hvort raunverulega er um mynd af Loga Bergmann að ræða, á tösku manns sem virðist við fyrstu sýn vart eiga að vita hver Logi er,  eða helbera tilviljun og hvar svona töskur fást skal hins vegar ósagt látið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu