fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Fókus
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021, en þar lét kvikmyndatökukonan Halyna Hutchin, lífið eftir voðaskot. Alec Baldwin taldi sig halda á óhlaðinni byssu, miðaði á myndavélina og tók í gikkinn. Skotið fór í gegnum leikstjóra myndarinnar og hafði svo kvikmyndatökukonuna sem lést í kjölfarið.

Um gífurlegan harmleik er að ræða þar sem margir samverkandi þættir virðast hafa átt sér stað. Öryggi á tökustað var stórlega ábótavant og vopnasérfræðingur framleiðslunnar hafði ekki tryggt að skotvopnið væri óhlaðið. Alec Baldwin segist hafa tekið við byssunni og fengið þau skilaboð að hún væri örugg og því ekki veigrað sér við að taka í gikkinn.

Réttarhöldin í málinu hefjast í dag en það er óljóst hvort að Alec Baldwin muni sjálfur gefa skýrslur. Hann er laus gegn tryggingu á meðan málið er rekið. Honum er meinað að drekka áfengi eða eiga skotvopn á meðan á rekstri málsins stendur. Hann á yfir höfðu sér allt að 18 mánaða fangelsi verði hann sakfelldur.

Kviðdómur verður skipaður í málinu í dag en um er að ræða flókið ferli þar sem bæði ákæruvald og verjendur keppast við að velja inn fólk sem þeir telja sig geta sannfært. Þetta byggir á sakamála réttarfari Bandaríkjanna þar sem sakaðir menn eiga rétt á að örlög þeirra séu ákveðin af kviðdómi jafningja. Þetta fyrirkomulag hefur ekki sætt endurskoðun þó svo að heimurinn hafi tekið miklum breytingum í dag og erfitt að velja inn fólk sem hefur ekki fylgst með frægum málum í fjölmiðlum áður en þau koma fyrir dómstóla.

Mál þetta hefur verið til umfjöllunar í þrjú ár og því líklegt að einhver þeirra 12 sem til kviðdóms verða valin hafi lesið um málið á netinu.

Baldwin segist saklaus. Hann hafi ekkert gert rangt og segist hann jafnvel ekki hafa tekið í gikkinn þegar hann var að æfa senuna sína heldur hafi voðaskotið verið slysaskot vegna bilunar í vopninu. Eins var hann í góðri trú um að vopnið væri óhlaðið þar sem alvöru skot eru bönnuð á tökustað.

Saksóknari heldur því þó fram að leikarinn hafi verið kærulaus og ekki farið eftir öryggisreglum. Baldwin hafi verið brjálaður í skapinu við tökur myndarinnar, bölvað og ragnað og átt það til að hella sér yfir starfsfólk fyrir litlar sem engar sakir.

Sýnt verður frá aðalmeðferðinni í beinni útsendingu.

Vopnasérfræðingurinn Hannah Gutierrez-Reed var í mars dæmd fyrir manndráp af gáleysi fyrir sinn hlut í voðaskotinu. Það sem skipti mestu hvað hennar hlut varðar var sú raun að byssan var hlaðin. Það hafi bókstaflega verið á hennar ábyrgð að tryggja að svo væri ekki. Hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi og hefur enn ekki lýst yfir ábyrgð eða iðrun.

Alec Baldwin var fyrst ákærður í janúar á síðasta ári en fallið var frá ákæru eftir að lögregla tilkynnti að ný gögn hefðu komið upp á yfirborðið sem krefðust frekari rannsóknar. Ný ákæra var svo gefin út eftir að greining á byssunni sýndi að útilokað væri annað en að Alec hefið tekið í gikkinn. Alec Baldwin var eins stefnt í einkamáli af fjölskyldu hinnar látnu en gerði í því dómsátt þar sem hann greindi ótilgreindar dánarbætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“