fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Stefán Einar vill þjarma að fólki í vinnunni – ,,Menn sögðu að þetta hefði verið mjög fjandsamlegt”

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2024 10:00

Stefán Einar Stefánsson Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur og fjölmiðlamaður segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Stefán, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir fólkið sem helst vilji þagga umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa:

,,Mbl er gríðarlega vel og mikið lesinn vefur, en við höfðum kannski ekki verið mikið í að stinga á stóru kýlunum áður en við fórum af stað með Spursmál. Það sem ýtti okkur fram af hengifluginu og lét okkur ákveða að fara af stað var sú ákvörðun RÚV að taka Silfrið af sunnudagsmorgnum og yfir á mánudagskvöld, sem var ákvörðun sem mér fannst alveg sturluð. Silfrið var í raun mjög góður þáttur, en hafði slappast við að Egill Helgason var ekki við stjórn alla sunnudaga. Í svona þáttum er algjört lykilatriði að það sé sama röddin og sama nálgunin þátt eftir þátt. Þannig að við látum vaða í þetta og ég gaf það strax út að það yrði talað tæpitungulaust, þjarmað að fólki og fólk krafið um svör. Ég hef lengi verið þreyttur á fjölmiðlun þar sem er fyrirfram ákveðið handrit og viðmælandinn getur bara svarað einhverju út í loftið án þess að vera spurður af einhverri alvöru. Í raun bara froða þar sem svarið er við einhverri allt annarri spurningu en var spurt,” segir Stefán, sem segir þá tegund af þáttastjórnun sem hann heldur uppi í Spursmálum vera þekkta erlendis og í raun sé eftirsóknarvert af ráðamönnum að mæta í þætti þar sem þjarmað er að þeim:

,,Íslendingar eru kannski ekki vanir þessu, en þetta er bara mjög eðlileg blaðamennska og viðbrögðin við þættinum sýna að það er eftirspurn eftir þessu.”

Stefán ræðir í þættinum um hið alræmda viðtal sem hann tók við Baldur Þórhallsson í aðdraganda forsetakosninganna, þar sem margir voru ósáttir við það hvernig hann spurði:

,,Það getur verið erfitt fyrir þann sem á í hlut að átta sig á því hve stór hópur fólks er að tala um eitthvað sem snýr að viðkomandi. Í mínum huga er þá betra að það komi bein spurning frá fjölmiðlamanni, heldur en að það séu bara í gangi kjaftasögur og svo komi kannski einhver yfirlýsing út af þeim. Ein helsta gagnrýnin sem ég fékk sneri að því þegar ég spurði Baldur út í þessar myndir af kynlífsklúbbi í Berlín og París. Eins og allir vita var umræðan ekki bara um þær myndir, heldur alls kyns sögusagnir um myndsendingar í gegnum Grinder forritið og fleira í þeim dúr. Menn sögðu að þetta hefði verið mjög fjandsamlegt og ó-Moggalegt að bera þetta upp við Baldur. En ég einfaldlega skynjaði það í aðdraganda viðtalsins að fólk var að velta þessu fyrir sér úti um allt samfélag. Ég held að það hafi verið sérstaklega gott tækifæri fyrir Baldur að fá þessa spurningu bara beint og fá að svara þessu. Það er mjög óþægilegt að bera svona spurningar fram í návígi við fólk. Það er ekki eftirsóknarvert, en Baldur komst mjög vel frá þessu að mínu mati og í raun bara styrkti stöðu sína með svörum sínum um þetta tiltekna mál.”

Í þættinum ræðir Stefán um mál sem hann segir hafa verið ákveðið feimnismál að ræða í samfélaginu af ótta við að fá á sig stimpla um að maður sé slæm manneskja, eins og til dæmis innflytjendamál:

,,Það er ekki hægt að afgreiða allar umræður þannig að þeir sem eru ekki sammála vinsælustu skoðuninni séu bara afgreiddir sem slæmar manneskjur. Staðan í innflytjendamálum er til dæmis orðin þannig að sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til ,,ghettó” og í raun er bara orðið algjört ófremdarástand. Þetta eru mikið til ungir menn sem eðli málsins samkvæmt eru ekki endilega á góðum stað í lífinu og með gildi sem eru talsvert ólík okkar. Ég á vini sem búa þarna á svæðinu sem eiga barnungar dætur sem þeir þora ekki að hleypa út á kvöldin og í raun fá þær bara ekki að fara út án eftirlits. Af ótta við það sem er í gangi í nærumhverfinu. Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að tala um þetta. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán, sem segir fólkið sem helst ráðist á þá sem ræða þessi mál búa á stöðum þar sem er mjög lítið um vandamál vegna innflytjenda og því sé þetta ekki þeirra veruleiki:

,,Ég held að það færi mjög vel á því að við kæmum upp mjög öflugri móttöku fyrir flóttamenn í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég er ekki að grínast. Helst í húsinu við hliðina á Kaffi Vest. Þar ættum við að búa til aðstöðu þar sem þetta fólk bíður afgreiðslu sinna mála og stikar göturnar á meðan og er í raun þá í sama fasa og nú er að eiga sér stað á Reykjanesinu. Þetta fólk sem er svona miklu betur innrætt en ég hlýtur að vera hlynnt því að búa nálægt flóttafólki á meðan það bíður afgreiðslu sinna mála.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Stefán og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda