fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fókus

Ólafur flytur lagið Sumarkoman

Fókus
Mánudaginn 8. júlí 2024 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, hefur nú sent frá sér nýtt lag, Sumarkoman, heitir það.

Ólafur segir um þetta lag í stuttu spjalli við DV, og birtir texta lagsins:

„Ég hef ekki gefið út neitt lag síðan í júlí 2022 en þá kom út fjórði geisladiskur minn og þriðja ljóðabókin. Síðan hef ég legið lágt. En á sumardaginn fyrsta kom þetta ljúfa sumarlag til mín og ljóð fæddist um leið, svohljóðandi:

 

Ég fagna þér mín sumarsól,

er sælu veitir í hjarta mér.

Þú vermir okkar byggð og ból

og bætir landið hvar sem er.

 

Þú færir okkur þrótt og þor,

þakklát eru konur, menn.

Brátt er liðinn vetur, vor,

vænust tíðin kemur senn.

 

Því öll við elskum sumartíð,

sem eygló færir þér svo blíð.

Þá birtast munu blóm í hlíð

og betri verður grundin fríð.

 

Það er Friðrik Grétarsson sem gerir myndbandið en Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og hljóðfæraleik. Sjálfur syng ég lag mitt og ljóð. Þetta er 35. lagið sem ég gef út frá því að listagyðjan byrjaði að heimsækja mig árið 2013.“

Lagið má hlýða á í spilaranum hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““