fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Illa tennti morðinginn sem tilbað skrattann – Tennurnar sem urðu til þess að Næturhrellirinn var dæmdur til dauða

Fókus
Föstudaginn 5. júlí 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MaXXXine er þriðja hrollvekjan í X-hryllingsmyndaröðinni og kom út í vikunni. Um er að ræða þriðju og síðustu myndina í þessum þríleik úr smiðju leikstjórans Ti West.

Þar fer leikkonan Mia Goth aftur með hlutverk Maxine Minx sem er klámmyndaleikkona á uppleið eftir að hafa lifað af fjöldamorð í fyrstu kvikmynd X-þríleiksins. Með önnur hlutverk fara Kevin Bacon, Giancarlo Esposito, Elizabeth Debicki, Moses Sumney, Lily Collins, Halsey, Michelle Monaghan og BObby Cannavale.

Myndin á sér stað í Los Angeles á níunda áratug síðustu aldar. Maxine er bara að halda lífi sínu áfram þegar fólk fer skyndilega að deyja í kringum hana. Morðinginn í myndinni byggir á raunverulegum raðmorðingja sem var kallaður Næturhrellirinn, eða Night Stalker.

En hver var hinn raunverulegi Næturhrellir?

Fjölmiðlar gáfu Richard Ramirez þetta viðurnefni. Ramirez var raðmorðingi, nauðgari og innbrotsþjófur sem myrti minnst 13 í Kaliforníu á árunum 1984-1085.

Ramirez átti erfiða æsku í Texas. Foreldrar hans voru ofbeldisfull og frændi Ramirez hafði mikil áhrif á hann í uppvextinum, en frændinn var hermaður í Víetnam stríðinu þar sem hann gerðist ítrekað sekur um stríðsglæpi. Þessi frændi sýndi Ramirez myndir af konum sem hann hafði drepið í Víetnam. Í stað þess að verða hræddur við þetta varð Ramirez heillaður. Seinna átti Ramirez eftir að verða vitni að því þegar frændi hans myrti eiginkonu sína. Þá hætti Ramirez í skóla og ánetjaðist áfengi og fíkniefnum.

22 ára flutti hann til Los Angeles þar sem hann komst ítrekað í kast við lögin fyrir innbrot og fyrir að stela bílum. Árið 1984, þegar hann var 25 ára gamall, braust hann inn til hinnar 79 ára gömlu Jennie Vincow. Aldraða konan átti þó ekki mikil verðmæti og við það reiddist Ramirez. Hann réðst á Jennie og skar hana svo djúpt á háls að hann svo gott sem afhöfðaði hana. Þessi sjón heillaði unga manninn mikið og hann braut þá kynferðislega gegn líki gömlu konunnar.

Næsta þekkta morð átti sér stað ári síðar, en þegar Ramirez byrjaði aftur að myrða þá gat hann ekki hætt. Á 10 dögum réðst hann á fjölda einstaklinga og myrti þrjá. Næstu mánuði myrti hann að meðaltali einn í hverri viku og réðst á enn fleiri. Hann myrti bæði konur og menn, rændi börnum og misnotaði þau.

Það reyndist lögreglu erfitt að hafa hendur í hári hans því hann virtist ráðast á fólk af báðum kynjum, öllum aldri og úr öllum stéttum.

Tennurnar sem vöktu óhug

Hann myrti ekki alltaf fórnarlömb sín heldur lét sér stundum nægja að nauðga þeim og pynta. Þau sem lifðu hann af voru því vitni og gátu lýst honum við lögreglu. Vitnin máluðu ógnvekjandi mynd af Næturhrellinum. Hann væri djöfullegur í útliti með rotnandi tennur. Sem barn hafði Ramirez lifað á sykruðu morgunkorni og gosdrykkjum. Við þetta bættist svo óhófleg neysla á kókaíni eftir að hann varð fullorðinn. Þetta varð til þess að tennur hans rotnuðu og brotnuðu. Öll þau sem lifðu af árásir hans mundu sérstaklega eftir tönnunum.

Tennurnar áttu eftir að koma honum í koll. Hann leitaði til tannlæknis út af sársaukafullum sýkingum í tannholdi. Eftir að Ramirez var stöðvaður á stolnum bíl við umferðareftirlit stakk hann af með hraði sem skildi óvart eftir nafnspjald tannlæknis síns. Lögregla leitaði til tannlæknisins sem bar kennsl á Ramirez undireins út frá lýsingu tannana. Hins vegar hafði Ramirez bókað alla tíma undir dulnefni. Tennurnar leiddu því ekki til handtöku en áttu þó eftir að vera mikilvæg sönnun í dómsal.

Lögregla fékk svo ábendingu um að skoða nafnið Richard Ramirez í skrám sínum. Lögregla átti mynd sem var tekin af Ramirez þegar hann var handtekinn fyrir að stela bíl árið 1984. Það sem meira var þá fundust líka fingraförin sem voru borin saman við þau se fundust á vettvangi morðanna. Lögreglan var búin að bera kennsl á Næturhrellinn.

Þá birti lögregla myndina í fjölmiðlum sem varð til þess að þegar hann lagði á flótta þá vék múgur manna sér að honum og náðu að halda honum þar til lögregla mætti á svæðið.

Þegar Ramirez var loks handtekinn var hann í kjölfarið sakfelldur fyrir 11 nauðganir, 13 morð, 5 morðtilraunir og 14 innbrot. Talið er þó að fórnarlömbin séu mun fleiri en árið 2009 fannst erfðaefni hans í tengslum við morð 9 ára stúlku á árinu 1984.

Ramirez teiknaði gjarnan djöfulleg merki á vettvangi glæpa sinna og sagði lögreglu að hann væri að myrða samkvæmt fyrirmælum frá skrattanum.

Þar sem glæpir Ramirez voru margir og alvarlegir var hann dæmdur til dauða. Viðbrögð hans við dauðarefsingunni þóttu yfirveguð: „Ég er hafinn yfir hugtökin um gott eða illt. Mín verður hefnt. Lusífer býr innra með okkur öllum. Það er það eina sem ég hef um það að segja.“

Ekki kom þó til þess að Ramirez væri líflátinn. Hann lést 53 ára í fangelsinu í San Quentin úr krabbameini og lifrarbólgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna