fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Kvikmyndastjarna prófaði að vera venjuleg manneskja og fannst það ömurlegt

Fókus
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikarinn heimsfrægi Kevin Bacon hefur greint frá því í viðtali við tímaritið Vanity Fair að nýlega hafi hann farið í dulargervi út á meðal fólks til að prófa hvernig það væri að vera venjulegur maður. Hann segir reynsluna hafa verið ömurlega og hann vilji miklu frekar vera frægur og að fólk beri kennsl á hann á almannafæri.

NBC greinir frá þessu.

Kevin Bacon. Mynd: Wikimedia Commons-CC BY-SA 3.0

Bacon segist hafa verið með gervitennur, gervinef, gleraugu og hatt.

Hann segist hafa verið viss um að einhver myndu samt þekkja hann af því hann væri svo þekktur. Þess vegna hafi hann farið til förðurnarmeistara sem sérhæfir sig í sérstökum leikgervum fyrir t.d. hryllingsmyndir. Bacon segist hafa eftir heimsóknina líkst nokkuð persónu sem hann leikur í hryllingsmyndinni MaXXXine sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun.

Bacon hélt því næst í vinsæla verslunarmiðstöð í Los Angeles. Hann segir að fjölmenni hafi verið á svæðinu en enginn hafi þekkt hann. Honum hafi brugðið nokkuð að fólk hafi sýnt honum litla vinsemd. Það hafi troðið sér framhjá honum, enginn hafi tjáð honum aðdáun sína og síðan hafi hann þurft að bíða í biðröð til að kaupa sér „andskotans“ kaffi. Hann hafi fljótt farið að hugsa með sér að þetta væri ömurlegt og langað að verða aftur frægur.

Kevin Bacon sló fyrst í gegn fyrir meira en 40 árum og er orðinn 65 ára gamall.

.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife