fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Simmi Vill opinberar loksins kærustuna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 10:11

Simmi Vill og Hafrún Hafliðadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, kallaður Simmi Vill, er loksins búinn að greina frá nafni kærustu sinnar en hingað til hefur parið haldið sambandi sínu alfarið frá sviðsljósinu.

Simmi er í sambandi með Hafrúnu Hafliðadóttur. Fjórtán ára aldursmunur er á parinu, hún er fædd árið 1991 og Simmi árið 1977.

Hafrún á þrjú börn úr fyrra sambandi. Hún var áður gift handboltamanninum Þrándi Gíslassyni Roth.

Mynd/Instagram

Í febrúar greindi Simmi frá því að hann væri kominn á fast en neitaði að segja eitthvað meira um það.

„Ég ætla ekki að nafngreina hana, við ætlum ekkert að opinbera þetta,“ sagði hann á sínum tíma.

En nú eru liðnir fimm mánuðir og ákvað parið að opinbera sambandið á samfélagsmiðlum í gær. Þau eru saman í fríi erlendis og virðast vera að njóta sín í botn.

Parið virðist vera að njóta sín í botn í fríinu. Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna