fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Súkkulaðidrengurinn svarar fyrir tígrisdýrsmyndbandið og dýraníð – „Ég ætla ekki að fara að afsaka þetta“

Fókus
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 19:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, fékk á sig harða gagnrýni í mars eftir að hann birti myndband af sér og tígrisdýri á samfélagsmiðlum.

Var Patrik sakaður um dýraníð, en Patrik var ásamt félögum sínum í Dubai að taka upp tónlistarmyndband við lagið Sama um, en myndbandið kom út 17. mars.

„Þetta er fokking ógeðslegt. Þetta er villt dýr. Það á ekki heima í ól og eru ekki þér til skemmtunar,“ skrifaði einn netverji við færslu Patriks.
„Hvað í fjandanum er að ykkur? Leyfið villtum dýrum að vera frjáls. Farðu og kauptu þér annað Rólex til að rúnka þér yfir, ekki þetta fallega tígrisdýr,“ sagði annar.

Sjá einnig: Súkkulaðidrengurinn sakaður um dýraníð – „Þetta er fokking ógeðslegt“

„Þessi Dubai heimur er bara allt annað,“ segir Patrik sem er nýjasti gestur Götustráka í þætti þeirra á Brotkast.is.

„Ég ætla ekki að fara að afsaka þetta. Ég myndi mæla með að fara til Dubai, en ég er ekki að fara að gera það sama aftur,“ svarar Patrik aðspurður um hvort hann ætli að taka upp annað myndband með tígrisdýri. „Kannski myndi ég hugsa mig tvisvar um að gera þetta aftur. Ég var bara skíthræddur við þetta tígrisdýr, hann var að reyna að ráðast á okkur. Ég er hræddur við dýr yfir höfuð, ég er hræddur við hunda, en hvað gerir maður ekki fyrir myndavélina?“

„Þetta var eiginlega soldið Pretty með kreditkortið en þetta var sponsað af góðum mönnum,“ segir Patrik aðspurður hver hafi borgað ferðina og fyrir gerð myndbandsins.

„Það hjálpaði en svo var ég með Víking Heiðar sem er með lykilinn að borginni. Eins og með þetta tígrisdýr, það var einhver gaur sem fæðist í ríkidæmi og þarf ekki að gera neitt. Þetta er svo steikt þarna í Dubai, ef þú ert eitthvað skyldur prinsinum eða kónginum, þá átt þú einhverja milljarða. Þetta er sonur svoleiðis gæja, hann átti mansion og svo átti hann dýragarð og við fórum þangað. Þetta var svona mancave, þetta var svo steikt. Víkingur Heiðar sagðist geta reddað þessu áður en við fórum út og ég bara: „Ok við erum að fara. Við förum bara í heimsókn til þessa manns,“ segir Patrik og segir að í þessum heimi þyki mönnum eðlilegt að eiga svona dýr.

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.
Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“