Það er ýmislegt annað sem getur farið úrskeiðis.
Kona segir sögu af karlmanni sem kom í atvinnuviðtal á vinnustaðnum hennar. Greint er frá þessu á spjallþræðinum „Life Pro Tips“ á Reddit.
Maðurinn klúðraði atvinnuviðtalinu nánast um leið og hann gekk inn í bygginguna.
„Í dag klúðraði umsækjandi viðtalinu á fyrstu fimm mínútunum eftir að hann kom inn í húsið. Hann var alveg áhugalaus þegar ritarinn í móttökunni heilsaði honum. Hann horfði varla í augu hennar. Hún reyndi að fá hann til að spjalla. Aftur, ekkert augnsamband, enginn áhugi á að tala við hana. Það sem hann vissi ekki var að „móttökuritarinn“ var ráðningarstjórinn,“ skrifaði hún.
„Mér er alveg sama þó þú sért stressaður, þú átt að vera kurteis við alla. Ég myndi reyndar segja að helsta ráð mitt fyrir fólk sem er að búa sig undir atvinnuviðtal sé bara: Ekki vera fáviti.
En þessi gæi greinilega var ekki með það á hreinu, en um leið og þú gengur inn í bygginguna er atvinnuviðtalið byrjað,“ sagði hún.
Maðurinn fékk að vita hvað hann hafði gert vitlaust.
„Hún [ráðningarstjórinn] kallaði hann inn í fundarherbergi og útskýrði fyrir honum að sérhver starfsmaður fyrirtækisins væri verðmætur og verðskuldaði virðingu. Og vegna háttsemi hans gagnvart „ritaranum“ þá taldi ráðningastjórinn hann ekki henta í umrædda stöðu.“