fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fókus

Klúðraði atvinnuviðtalinu á fyrstu fimm mínútunum – Þetta gerði hann vitlaust

Fókus
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 14:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið mjög stressandi að fara í atvinnuviðtal og birtist stressið gjarnan í líkamstjáningunni. Maður fiktar í hárinu sínu, á erfitt með að halda augnsambandi og kinkar ákaft kolli. Atvinnuviðtöl eru mikilvæg og geta skipt sköpum um það hvort þú fáir draumavinnuna eða ekki.

Það er ýmislegt annað sem getur farið úrskeiðis.

Kona segir sögu af karlmanni sem kom í atvinnuviðtal á vinnustaðnum hennar. Greint er frá þessu á spjallþræðinum „Life Pro Tips“ á Reddit.

Maðurinn klúðraði atvinnuviðtalinu nánast um leið og hann gekk inn í bygginguna.

„Í dag klúðraði umsækjandi viðtalinu á fyrstu fimm mínútunum eftir að hann kom inn í húsið. Hann var alveg áhugalaus þegar ritarinn í móttökunni heilsaði honum. Hann horfði varla í augu hennar. Hún reyndi að fá hann til að spjalla. Aftur, ekkert augnsamband, enginn áhugi á að tala við hana. Það sem hann vissi ekki var að „móttökuritarinn“ var ráðningarstjórinn,“ skrifaði hún.

„Mér er alveg sama þó þú sért stressaður, þú átt að vera kurteis við alla. Ég myndi reyndar segja að helsta ráð mitt fyrir fólk sem er að búa sig undir atvinnuviðtal sé bara: Ekki vera fáviti.

En þessi gæi greinilega var ekki með það á hreinu, en um leið og þú gengur inn í bygginguna er atvinnuviðtalið byrjað,“ sagði hún.

Maðurinn fékk að vita hvað hann hafði gert vitlaust.

„Hún [ráðningarstjórinn] kallaði hann inn í fundarherbergi og útskýrði fyrir honum að sérhver starfsmaður fyrirtækisins væri verðmætur og verðskuldaði virðingu. Og vegna háttsemi hans gagnvart „ritaranum“ þá taldi ráðningastjórinn hann ekki henta í umrædda stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hugh Jackman staðfestir loksins orðróminn

Hugh Jackman staðfestir loksins orðróminn
Fókus
Í gær

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáandi sem spáði fyrir Covid telur að ýmsar hörmungar muni ríða yfir á þessu ári

Sjáandi sem spáði fyrir Covid telur að ýmsar hörmungar muni ríða yfir á þessu ári
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Graflaxinn búinn – Hvað á að gera við sósuna?

Graflaxinn búinn – Hvað á að gera við sósuna?