fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fókus

Tvíburasystir Aaron Carter vissi að hann myndi deyja fyrir aldur fram – „Ég held að hann hafi einnig vitað það“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 09:29

Aaron og Angel Carter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíburasystir tónlistarmannsins Aaron Carter, Angel Carter, segir að hún hafi verið búin að búa sig undir að hann myndi deyja, mörgum árum áður en hann dó.

Aaron Carter fannst látin á heimili sínu í nóvember 2022. Hann var aðeins 34 ára gamall og drukknaði vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn.

Sjá einnig: Opnaði sig um baráttuna við fíknina í einu seinasta viðtalinu fyrir andlátið

Angel var gestur í hlaðvarpinu Squeeze á dögunum. Hún rifjaði upp árin fyrir andlát hans og sagði að hún hafi verið búin að búa sig undir að bróðir hennar myndi deyja fyrir aldur fram. Hún horfði upp á bróður sinn glíma við fíknivanda frá tólf ára aldri.

Kom henni að óvörum

Systir þeirra, Leslie Carter, dó eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum árið 2012.

„Leslie dó þegar ég var 23 ára og það sem er svo áhugavert við andlát hennar er að dauði hennar kom mér alveg að óvörum. Ég var alls ekki að búast við því,“ sagði hún við umsjónarmenn þáttarins, Taylor og Tay Lautner.

Bobbie Jean Carter, Nick Carter, Leslie Carter, Angel Carter, and Aaron Carter
Bobbie Jean Carter, Nick Carter, Leslie Carter, Angel Carter, og Aaron Carter. Mynd/Getty Images

„Þegar hún dó var ég þegar hjá sálfræðingi að búa mig undir dauða Aarons. Ég hélt að hann væri að fara að deyja, ég óttaðist það allan þrítugsaldurinn. Ég vissi að sá dagur myndi koma og ég held að hann hafi einnig vitað það.“

Þriðja systkinið dó í fyrra

Áföllin hafa haldið áfram að dynja á Carter-fjölskyldunni. Önnur systir Aaron og Angel, Bobbie Jean, fannst látin á heimili sínu í Flórída í desember í fyrra eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Hún fannst einnig látin inni á baðherbergi.

Bróðir þeirra, Nick Carter, var kærður af fjórum konum fyrir kynferðisofbeldi árið 2022. Fjallað var um meint brot hans í heimildarþáttunum Fallen Idols: Nick and Aaron Carter.

Sjá einnig: Átrúnaðargoðin felld í sláandi heimildaþáttum um Carter-bræður – Segir Nick hafa viljað endurleika klám sem var svo hrottalegt að hún sleit sambandinu

Sjá einnig: Meðlimur Backstreet Boys sakaður um að hafa nauðgað einhverfum aðdáanda undir lögaldri

Fjölskylduharmleikur

Líf Carter-fjölskyldunnar breyttist frambúðar þegar Nick sló í gegn með drengjahljómsveitinni Backstreet Boys. Skyndilega áttu þau nóg af peningum og áttu greiða leið inn í sviðsljósið. Því fór svo að Aaron var teflt fram sem yngri útgáfu af „hjartaknúsara“ bróður sínum og sló hann í gegn meðal yngri kynslóðarinnar. Svo bættust við raunveruleikaþættir, og athyglin varð sífellt meiri og lagðist þyngra á fjölskylduna. Fjölskyldufaðirinn og móðir Nick, Aaron, Leslie, Angel og Bobbie Jean, rifust heiftarlega fyrir framan börnin og voru drykkfelld. Staðan batnaði ekki með stjúpmóðurinni Ginger, en Robert beitti hana grófu ofbeldi. Börnin hættu að fá aðhald, höfðu greiðan aðgang að peningum og lítið eftirlit haft með þeim. Mörg þeirra fóru af beinu brautinni og veiktust af fíknisjúkdómum sem átti eftir að fylgja þremur þeirra að gröfinni.

Sjá einnig: Fyrrverandi barnastjarna ber alvarlegar ásakanir á hendur systkinum sínum: „Systir mín nauðgaði mér“

Angel sagði bransann hafa farið illa með Aaron og að fólk hafi notað hann.

„Ég gat ekki bjargað honum. Það var ekki á mína ábyrgð en ég reyndi,“ sagði hún.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“
Fókus
Í gær

Leikkona The Notebook með Alzheimers

Leikkona The Notebook með Alzheimers
Fókus
Í gær

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra

Finnst pabbi sinn hafa verið of fljótur að jafna sig eftir fráfall mömmu hennar – Með hverjum gerir allt verra