Lisa Rinna er þekkt fyrir stutta brúna hárið sitt en litaði það ljóst og breytti einnig hárgreiðslunni.
Hún frumsýndi nýja hárið á Viktor & Rolf tískusýningunni í gærkvöldi.
Mörgum aðdáendum þótti hún nær óþekkjanleg, enda einnig klædd í allt öðruvísi fatnað en venjulega.
Aðdáendur höfðu nóg um nýja útlitið að segja á X, áður Twitter. Sumir sögðust fyrst hafa haldið að þetta væri eiginmaður Lisu, Harry Hamlin.
„Það er eins og Lisa Rinna og Harry Hamlin hafi orðið að einni manneskju,“ sagði einn.
Harry Hamlin: you better not be me when I get home
Lisa Rinna: pic.twitter.com/7W3oKj7JV1
— guy (@lyfeofguy) June 26, 2024
They should have cast Lisa Rinna as Einstein in Oppenheimer pic.twitter.com/BqWQh8P7le
— Bob (@tweetsbybob_) June 26, 2024
Aðrir líktu henni við Albert Einstein, Andy Warhol og söngvarann Rod Stewart.
Lisa Rinna cosplaying as Rod Stewart at Paris Fashion Week was not on my bingo card at all. But here we are. pic.twitter.com/e8r8QkXPyE
— Coco Ca’Nail (@Btchnotme) June 26, 2024