Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi hélt stórglæsilegan viðburð í samvinnu við Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, í sendiráðinu við Hverfisgötu á 19. júní á hátíðlegum Kvenréttindadegi.
,,Dásamleg stund til að fagna merkiskonunni Bodil Begtrup og Kvenréttindadeginum 19. júní,“ segir stjórnarkona FKA Grace Achieng stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic.
Grace Achieng var með erindið „Embracing Equity for gender Equality: Migrant perspective“, Tanya Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech var með erindið „Empowering Economies through Gender Equality“ og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Iceland með erindið„The Imperative to Invest in Women – Where are we at?“.
,,„Tungumálainngilding og íslenskukennsla fyrir innflytjendur á vinnumarkaði” var heitið á BA ritgerðinni minni sem ég var að skila enda tungumálaleg inngilding mikilvæg á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Grace.
,,Geelan sendiherra undirstrikaði þörfina á alþjóðlegu samstarfi og að við erum sterkari saman til að brjóta niður múra,” segir Grace.
Silla Páls myndaði viðburðinn.