fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Fókus

Alltaf spurð hvaða ilmvatn hún notar – Kostar undir 200 krónur og þú átt það örugglega í eldhússkápnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. júní 2024 15:25

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Elizabeth Monahan fær mjög oft að heyra hvað hún lyktar vel og er spurð hvaða ilmvatn hún notar.

Ilmvötn geta verið mjög dýr, sérstaklega þegar þú ert komin í meiri lúxusilmi. Monahan notar engar slíkar snyrtivörur heldur er þetta eitthvað sem er til í flestum eldhúsum: Vanilludropar.

@ellizabeth.marie Am I the only one?😅 #glowuptips ♬ original sound – zitacherry

Monahan, 22 ára, segir að þetta sé uppáhalds fegurðartrixið hennar. Hún setur vanilludropa á úlnliðina og nuddar þeim saman.

Það er hægt að kaupa 30 ml af vanilludropum frá Kötlu á 188 krónur í Krónunni.

Ef þú vilt frekar sprey heldur en dropa þá er hægt að blanda saman í hlutföllunum 1 á móti 4. Til dæmis, 10 ml vanilludropar og 40 ml vatn og setja í spreybrúsa. Mundu að hrista vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt