fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Fókus

Timberlake var handtekinn eftir nafnlausa ábendingu og veitingamaður segir söngvarann beittan órétti

Fókus
Þriðjudaginn 25. júní 2024 16:30

NASHVILLE, TN - NOVEMBER 04: Singer/actor Justin Timberlake attends the 49th annual CMA Awards at the Bridgestone Arena on November 4, 2015 in Nashville, Tennessee. (Photo by Michael Loccisano/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn í Hampton-hverfinu í New York í síðustu viku vegna gruns um ölvunarakstur. Timberlake hafði setið að sumbli með á hóteli í Sag Harbor og var að sögn heimildarmanna töluvert ölvaður.

Timberlake ók grárri BMW bifreið þegar hann var stoppaður af lögreglu klukkan 00:17 þann 18. júní. Hann hafði virt stöðvunarskyldu að vettugi og átti erfitt með að halda sig á réttum vegarhelmingi. Lögreglumaðurinn, Michael Arkinson, þekkti ekki poppstjörnuna. Hann hafði þó séð Timberlake setjast inn í bíl sinn skammt frá hótelinu og sé að söngvarinn var ekki edrú. Arkinson sagði Timberlake að hann væri í engu standi til að keyra. Taldi hann söngvarann hafa tekið þessa aðvörun alvarlega og að hann tæki í kjölfarið leigubíl heim. Annað kom þó á daginn. Timberlake keyrði að stað, virti stöðvunarskyldu að vettugi og þannig lágu leiðir hans og Arkinson aftur saman og að þessu sinni var lögreglumaðurinn ekki tilbúinn að láta það slæda.

Independent greinir nú frá því að Arkinson hafi verið á hótelinu eftir að þaðan barst nafnlaus ábending um að söngvarinn væri við það að fremja ölvunarakstur. Timberlake heldur því sjálfur fram að hann hafi aðeins drukkið einn Martini. Hann opnaði sig um málið á tónleikum sínum á dögunum þar sem hann sagði aðdáendum sínum að vikan hefði verið honum erfið.

Nú greinir Independent frá því að þvert á móti hafi lögreglu borist nafnlaus tilkynning frá aðila sem var nærri Timberlake á meðan hann drakk þetta kvöld. Þessi aðili sá söngvarann drekka marga drykki og bað hann lögregluna að fylgjast með því að hann settist örugglega ekki undir stýri.

Veitingamaður í Southhampton, sem hefur reglulega tekið á móti Timberlake, telur þó að söngvarinn hafi verið beittur misrétti. Hann sé fastakúnni á hótelinu og þessi stöðvunarskylda sem Timberlake hafi virt að vettugi sé illa staðsett og því alvanalegt að hún sé hundsuð.

„Hann var alltaf prúður. Fólk þekkti hann í hvert sinn, bað hann um að fá að taka mynd af honum og hann sagði alltaf já. Hann er með derhúfuna dregna niður og sólgleraugu svo það sé erfiðara að þekkja hann, en fólk gerir það nú oft samt. Hann er ekki eins og Leonardo DiCaprio. Leo þolir ekki þegar fólk þekkir hann og bölvar því jafnan þegar það gerist. Hann leyfir engar myndir, sérstaklega ef hann er hérna með hóp af fyrirsætum.“

Veitingamaðurinn segist jafnframt ekki trúa því að lögreglumaðurinn hafi ekki vitað hver Timberlake var. „Ef þú ert búsettur í Bandaríkjunum þá veistu hver Justin Timberlake er. Lögreglumaðurinn sinnti sinni vinnu, en hann vissi klárlega hver Justin er. “

Annar rekstraraðili í hverfinu segir að Arkinson sé þekktur í hverfinu sem ábyrgur lögreglumaður sem vinni af heilindum. Sá trúir því alfarið að Arkinson hafi ekki haft hugmynd um hver söngvarinn er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt