Hjónin Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson njóta nú lífsins í fríi í Afríku. Heimsótti parið meðal annars Serengeti-þjóðgarðinn í Tansaníu og af myndunum að dæma, sem Felix birti á Facebook-síðu sinni, var um magnaða upplifun að ræða.
„Serengeti er ótrúlegur staður. Mér líður eins og ég hafi loksins fengið að heimsækja leikmyndina í Lion King! Ég er þakklátur fyrir öll þau gæði sem lífið býður okkur. Hakuna Matata!“ skrifar Felix.
Þeir Baldur og Felix hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur í aðdraganda forsetaframboðs þess fyrrnefnda og því má með sanni segja að hvíldin ytra sé verðskulduð.
Serengeti er ótrúlegur staður. Mér líður eins og ég hafi loksins fengið að heimsækja leikmyndina í Lion King! Ég er þakklátur fyrir öll þau gæði sem lífið býður okkur. Hakuna Matata!