fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ásdís Rán um sambandsslitin sem aldrei voru – „Ekki beint pása meira svona fýlukast“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2024 12:14

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona hélt til Búlgaríu strax eftir að forsetakosningum lauk þann 1. júní. Þar hefur hún verið búsett um árabil og er nú við tökur á kvikmynd þar í landi.

„Þetta er svona alþjóðleg mynd sem er ítölsk að uppruna. Ég er í mínu uppáhalds hlutverki. Ég er hjákona milljónamærings og er sem sagt að fara að ráða leyniskyttu til að drepa konuna hans. Svo ég þarf í rauninni ekkert að leika þarna,“ segir Ásdís hlæjandi í síðdegisþættinum Skemmtilega leiðin heim á K100. 

Fékk hlé frá tökum vegna forsetaframboðs

Eins og alþjóð veit var Ásdís Rán ein tólf frambjóðenda til embættis forseta Íslands og segist hún hafa fengið hlé frá kvikmyndastarfinu til að geta sinnt framboðinu. Segist hún sjálf hafa kosið að fá fleiri atkvæði, en vera afar sátt við nýjan forseta, Höllu Tómasdóttur.

DV sagði frá því um miðjan september í fyrra að Ásdís Rán væri komin með kærasta, Þórð Daníel, sem einnig er búsettur í Búlgaríu. Það vakti mikla athygli þegar fréttir bárust um að parið væri hætt saman og það í miðri kosningabaráttu. 

Sjá einnig: Ásdís Rán og Þórður í sitthvora áttina

Ljóst er þó að málin hafa verið rædd því Ásdís Rán segir þau saman í dag.

„Við erum saman. Karlmenn geta verið svo dramatískir. Ef þeir eiga ákveðnar konur sem eru uppteknar þá getur komið upp krísa í paradís. Hann er svona eins og frekur, lítill krakki sem þarf aðeins að móta til,“ segir Ásdís Rán.

„Þetta var ekki beint pása meira svona fýlukast. En það verður að leyfa honum að njóta vafans því ég er ekki auðveld kona. Hef verið upptekin og hef sinnt honum illa. Svo var ég í forsetaframboði og hann hélt ég væri farin að eilífu. Það er ekki auðvelt að eiga eina Ásdísi Rán.“

Hlusta má á viðtalið við Ásdísi Rán í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“