fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Fókus

Harry sagður eiga ævilanga útskúfun í vændum ef hann lætur verða að annarri bók

Fókus
Sunnudaginn 23. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prinsinn Harry gaf út æviminningar sínar, Spare, í janúar árið 2023. Nú er hann sagður vinna að framhaldi bókarinnar þar sem hann ætli að afhjúpa enn meira um lífið bak við tjöld bresku konungsfjölskyldunnar.

Fyrrum fréttakonan Jennie Bond sem var sérhæfð í málum konungsfjölskyldunnar segir að ef þessi framhaldsbók verði að veruleika þá eigi prinsinn á hættu að vera útilokaður af fjölskyldu sinni til frambúðar.

„Ég get ekki ímyndað mér að Harry myndi svo mikið sem gæla við hugmyndina að fylgja eftir Spare með framhaldi. Hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann ætli sér að einbeita sér að öðru, hann hafi sagt allt sem hann þurfi að segja, fengið útrás fyrir reiðina og tekist á við afleiðingar þess.“

Jennie segir að ef prinsinn láti verða að þessu þá muni konungsfjölskyldan sem áður bregðast við með virðulegri þögn en samhliða því skella hallardyrunum í lás og Harry geti gleymt því að ná sáttum við fjölskyldu sína.

Heimildarmaður fráhöllinni segir að Harry sé nú þegar á þunnum ís og mögulega séu margir þegar búnir að gefast upp á honum. Hann sé að líkum varanlega útilokaður frá konunglegum störfum .

„Ef hann fylgir Spare eftir með annarri grófri bók, þá verður þetta bann rýmkað og komið í veg fyrir að hann eigi samband við fjölskyldu sína. Það þýðir að honum verði ekki bara meinað að mæta á konunglega viðburði heldur verði látið eins og hann hafi aldrei verið til.“

Geo News greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt