Hljómsveitin Ný Dönsk hélt í morgun til Bretlandseyja þar sem ráðgert er að taka upp nýja plötu sveitarinnar. Jón Ólafsson, píanóleikari með meiru, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að förinni sé heitið í hljóðverið Real World sem er í þorpinu Box, skammt fyrir utan borgina Bath.
„Hljóðverið er í eigu Peter Gabriel, er ákaflega skemmtilega hannað og í fallegu umhverfi. Nýdönsk er ein lífsseigasta hljómsveit landsins og það að gera nýja tónlist reglulega heldur okkur glöðum og ferskum. Meðlimir hafa verið frjóir við lagasmíðarnar og við erum bjartsýnir á að þetta verði góð plata sem þarna verður lagður grunnur að. Að þessu sinni mun upptökukonan Katie May verða okkur til halds og trausts en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún prýðilega reynslu og hefur unnið með mörgu mjög fínu tónlistarfólki þarna úti. Síðasta plata sveitarinnar, Á plánetunni Jörð, var hljóðrituð að hluta til í Kanada en einnig höfum við t.d. tekið upp á Möltu, í Surreyskíri Englands og í Berlín. Það eru forréttindi að starfa með þessari hljómsveit og vinskapur okkar ristir afar djúpt. Með okkur í för verður galdramaðurinn Guðmundur Pétursson sem mun örugglega setja mark sitt á plötuna eins og honum einum er lagið,“ skrifar Jón og klægjar greinilega í puttanna af tilhugsuninni hefjast handa á nótnaborðinu.