Svona hefst bréf konu til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.
Konan er alveg ráðalaus um hvernig hún á að beita sér gagnvart systur sinni.
„Hún grátbiður einnig 22 ára son sinn um pening, hann er nemi. Ég er sú eina í fjölskyldunni sem hún þorir ekki að spyrja um lán.“
Konan er 47 ára og systir hennar er 45 ára.
„Enginn í fjölskyldunni þorir að svara henni því hún er svo grimm og hræðilega skapvond. Hún var dekruð sem barn og hefur aldrei fengið að heyra orðið: „Nei.“
Ég vil ekkert með hana hafa, en ég get ekki snúið baki við fjölskyldu minni.
Sonur hennar er of hræddur til að segja nei við hana því hún verður svo andstyggileg. Ég finn svo til með honum.
Og pabbi minn er ellilífeyrisþegi sem á ekki mikinn pening.
Ég er komin með nóg af því að fólk tipli á tánum í kringum hana til að halda friðinum.
Það er kominn tími til að hún fái að heyra sannleikann. Ég bara veit ekki hvernig ég á að nálgast þetta.“
„Það hljómar eins og systir þín beiti aðra tilfinningalegu og andlegu einelti. Hún notar grimmdina til að fá það sem hún vill. Segðu öðrum fjölskyldumeðlimum að hætta að lána henni pening,“ segir ráðgjafinn.
„Segðu þeim að labba einfaldlega út úr herberginu þegar hún verður reið. Hún mun fljótlega verða þreytt á því að tala við fjóra veggi.“