Í gær birti DV myndband þar sem Fiona smakkaði íslenska vatnið og sagði það vera það besta sem hún hafði á ævi sinni drukkið.
Sjá einnig: Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi
Í öðru myndbandi gefur Fiona ferðamönnum ráð og nefnir þrjú mistök sem auðvelt er að gera á Íslandi sem gætu kostað þig tugi þúsunda króna.
Fiona segir að það sé mikilvægt að pakka rétt. „[Fyrstu mistökin eru að] pakka röngum fötum. Ísland er örugglega einn kaldasti áfangastaðurinn sem þú munt heimsækja. Ekki gleyma fylgihlutum sem munu hylja eyrun þín, hendurnar og hálsinn,“ segir hún.
Önnur mistökin eru að „vera bara í Reykjavík. Þú munt missa af svo miklu ef þú ert bara í höfuðborginni. Ég mæli með að leigja bíl og gista í Vík í nokkra daga svo þú getir skoðað íshellana, fossa og [Breiðmerkursand].“
Svo eru það mistökin sem geta reynst dýrkeypt. „Í Bandaríkjunum geturðu farið um átta til sextán kílómetra yfir hámarkshraða en ef þú ferð aðeins þrjá kílómetra yfir hámarkshraða á Íslandi þá skaltu vera viðbúin að fá 50 þúsund króna sekt. Við fengum nokkrar,“ segir hún.
Einn netverji tók undir með Fionu í athugasemdum. „Ég get staðfest það síðastnefnda. Sérstaklega á Vesturlandi,“ sagði hann.
@findingfiona Don’t make these mistakes in Iceland, especially #1, it cost us HUNDREDS 💸😵💫😵💫 #iceland #traveltips #travel #icelandtravel ♬ original sound – findingfiona ✈️🤍