Nýjar upplýsingar um handtökuna hafa komið fram, meðal annars hvað tónlistarmaðurinn á að hafa sagt við lögreglumanninn sem handtók hann.
Timberlake var að keyra gráa BMW bifreið þegar hann var stoppaður af lögreglu klukkan 00:17 þann 18. júní. Hann hafði virt stöðvunarskyldu að vettugi og átti erfitt með að halda sig á réttum vegarhelmingi samkvæmt dómskjölum.
Lögreglumaðurinn sem stöðvaði hann tók eftir því að augu Timberlake væru blóðhlaupin og að það væri sterk áfengislykt af honum. Það kom einnig fram í skýrslunni að söngvarinn hafi talað hægt og ætti erfitt með að halda athygli.
Eftir að hafa staðið sig illa í ölvunarprófi á vettvangi neitaði Timberlake að gangast undir blóðprufu eða blása í öndunarsýnamæli. Hann neitaði því aftur og var þá í kjölfarið handtekinn.
Timberlake á að hafa sagt við lögregluþjóninn: „Ég fékk mér einn martini og elti vini mína heim.“
Tónlistarmaðurinn var í kjölfarið handtekinn fyrir ölvunarakstur og dreginn fyrir dómara í gær.