Flestir eru meðvitaðir um að kynlíf hefur ýmis jákvæð áhrif á heilsuna auk mikilvægi þess í ástarsamböndum. Meðal annars er kynlíf sagt hafa jákvæð áhrif á starfsemi hjartans, styrkja ónæmiskerfið, hafa ýmiskonar jákvæð áhrif á andlega heilsu og stuðla að betri svefngæðum, svo eitthvað sé nefnt.
En rannsóknir benda til þess að annar óvæntur ávinningur sé af rekkjubrögðunum – fallegri og hraustlegri húð. Kynlíf hefur jákvæð áhrif á blóðflæði líkamans sem hefur þau áhrif að súrefni og næringaefni komst fyrr en ella í frumur líkamans.
Húðin er því ferskari eftir kynlíf og segja má að það birti yfir þeim sem það hafa nýlega stundað að sögn húðfræðingsins Teresa Tarmey í viðtali við breska blaðið The Standard
„Kynlíf eykur framleiðslu kollagens sem leikur lykilhlutverk í uppbyggingu húðarinnar og hefur þau áhrif að draga úr hrukkum.
Jákvæð áhrif kynlífs á svefn hefur bein áhrif á húðina. Ef fólk sefur vel dregur það úr baugum og bólgum og húð þess lítur betur út.