Timberlake var dreginn fyrir dómara í gær og segir People frá því að hann hafi virst vera í nokkru uppnámi. Eiginkona hans, leikkonan Jessica Biel, var ekki viðstödd en hún er þessa dagana við tökur á nýrri þáttaröð fyrir Prime Video. Timberlake hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.
Heimildarmaður New York Post segir að Timberlake hafi verið „blindfullur“ (e. „wasted“) og jafnvel klárað úr glasi félaga síns sem brá sér á salernið. Aðrir heimildarmenn segja að lögreglumaðurinn sem stöðvaði leikarann hafi verið svo ungur að hann hafi ekki einu sinni þekkt hann.
Justin Timberlake hefur haft mörg járn í eldinum að undanförnu en hann er núna á miðju tónleikaferðalagi og eru tónleikar fyrirhugaðir í Chicago næstkomandi föstudag.