Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru hefur sett íbúð sína að Tunguvegi í Reykjavík á sölu.
Íbúðinni er lýst sem rómantískri eign í sölulýsingu eignarinnar. Þorgrímur er þekktastur fyrir fjölmargar vinsælar og verðlaunaðar barna- og ungmennabækur, en árið 2007 gaf hann út bókina Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi þannig að rómantískur andi skáldskapargyðjunnar svífur yfir eigninni.
Fasteignin er 180,2 fm á tveimur hæðum, hæð og ris, þar af 32,6 fm bílskúr. Búið er að breyta bílskúrnum í vinnustofu. Húsið er byggt árið 1960, bílskúrinn 2023, og ásett verð er 135 milljónir króna.
Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús, borðstofu og tvær stofur, önnur er notuð sem herbergi, á hæðinni. Út frá stofu er verönd sem snýr á móti suðri. Í risi er fjögur svefnherbergi, hol og baðherbergi.
Byggingu vinnustofu/bílskúrs/herbergis, var lokið árið 2023. Þar er flísalagt baðherbergi og tengingar fyrir eldhúsi. Eignin á forkaupsrétt á íbúð á jarðhæð.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.