fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfarþegi nokkur sem samþykkti að skipta um flugsæti svo sonur samferðamanns hans gæti fengið gluggasætið segist hafa verið hryllingu lostinn allt flugið vegna hegðunar föðursins. Og hvað var það sem faðirinn gerði? Jú hann var berfættur allt flugið.

Flugfarþeginn, karlmaður, barmaði sér á hinum vinsæla Mildly Infuriating þráð Reddit og setti inn mynd af fótum föðursins, sem eins og sjá má var með fæturna á sætisvasanum og ýtti þannig að sætið fyrir framan sig. Í færslunni kemur fram að flugið var á vegum American Airlines en ekki kemur hvaðan flogið var eða hversu langt flugið var. 

„Gaf gluggasætið mitt til krakka þessa gaurs þar sem hann virtist mjög ánægður með það og ég hafði ekki hjarta í mér til að segja nei. Ég fékk miðsætið í miðsætaröðinni og pabbinn var svona allt flugið. Bara ógeðslegt,“ skrifaði maðurinn.

 Tugir athugasemda voru skrifaðar við færsluna. Og maðurinn útskýrði frekar í athugasemd og skrifaði: „Ég hefði átt að segja nei. Líður eins og asna fyrir að leyfa þessu að gerast. Vonandi er gott karma á leiðinni. Ég er yfirleitt frekar góður í að segja mína skoðun þegar ástæða er til, en var bara svo þreyttur að ég nennti ekki að segja honum til syndanna og sofnaði og notaði teppi til að breiða yfir mig.

Ég fór í til flugþjónanna í aftasta eldhúsinu og útskýrði stöðuna og spurði hvort ég gæti skipt um sæti, en þau sögðu að vélin væri full. Þau sögðu líka að ég hefði átt að segja nei þegar pabbinn spurði hvort sonurinn mætti setjast í sætið mitt. Ég sagði flugfreyjunni líka að konan fyrir framan manninn gat ekki hallað sætinu sínu aftur af því maðurinn var í þessari stöðu. Ég er bara feginn að ég er kominn aftur heim til Bretlands. Hundfúll yfir því að hafa komið mér í þessa stöðu og ekki sagt neitt við gaurinn en ég lifi þetta af.  Ég borgaði ekkert aukalega fyrir sætið sem ég átti að sitja í, sem betur fer. Ég hefði ekki sagt já ef ég hefði borgað aukalega fyrir það. Maður lærir. Maður reynir að gera vel og gera góða hluti, en fólk nýtir sér það. 

Ég lærði það á mínum ferli – ekki vera alltaf gaurinn sem býðst til að gera allt á örskotsstundu, fólk lærir að nýta sér það. Lærðu að segja nei.“

Tugir athugasemda voru skrifaðar við færsluna og voru flestir á báti með manninum. 

„Fætur eru almennt ógeð. Og þó að þeir séu hreinir, þýðir það ekki að þeir lykti vel.“

Aðrir sáu ekkert athugavert við að faðirinn væri berfættur. „Erum við virkilega á þeim stað sem samfélag að við móðgumst yfir fótum? Ég skil ekki alveg vitleysuna, en þar sem við erum samansett af mörgum ólíkum menningarheimum er mikilvægt að tjá sig.“ 

„Það er engin ástæða til að þjást í hljóði til að forðast að móðga algerlega ókunnugan mann. Ég meina, ekki var hann að hugsa þannig.“

„Já, af hverju eru hreinir fætur ógeðslegir? Við notum ekki öll sömu skóna á hverjum degi, án sokka.“

„Fætur þurfa ekki að lykta illa. Fæturnir eru álíka hreinir og olnbogarnir. Er til fólk með olnbogafælni líka?“

„Af hverju er fólk brjálað yfir fótum? Þeir eru eins og gólfhendur (e. floor hands)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál