fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Dísa Reykjavíkurdóttir hugsaði ekki alveg til enda þegar hún bókaði fjölskyldufríið – „Aldrei svitnað jafn mikið á ævi minni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 12:50

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng – og leikkona og einn meðlima Reykjavíkurdætra átti krefjandi dag fyrir stuttu með fjölskyldunni.

Í bráðfyndinni færslu á samfélagsmiðlum segist hún ekki alveg hafa hugsað hlutina til enda þegar hún bókaði frí fjölskyldunnar til Ítalíu. Yngsti meðlimur fjölskyldunnar þurfti í passamyndatöku, fjögurra vikna dóttir Dísu og Júlí Heiðars Halldórssonar:

„Ég var ekki alveg búin að hugsa þetta til enda þegar ég bókaði alla fjölskylduna til Ítalíu en sú minnsta verður bara 6 vikna þegar við förum út. Þá er ég aðallega að meina vegna þess að það er bæði djöfullegt og nánast ómögulegt að reyna að ná passamynd af 4 vikna gömlu barni sem heldur ekki haus.

Þetta gekk svo illa hjá sýslumanninum (þrátt fyrir að ég, þrír mjög meðvirkir starfsmenn og tveir 6 ára guttar værum hoppandi og syngjandi eins og vitleysingar) að við enduðum á að fara hinu meginn við götuna í passamyndatöku. Það reyndist alveg jafn krefjandi. Júlí tók sig þó vel út í fermingarkirtlinum á meðan ég svitnaði líkamsþyngd minni. Ljósmyndarinn fann svo til með okkur að hann gaf okkur afslátt. Guð blessi hann.“

Svona mun dóttirin líta út í vegabréfinu þar til kemur að endurnýjun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir