fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Bubbi þakklátur og meyr – „Líf mitt verður aldrei aftur það sama“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 10:58

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er þakklátur fyrir ótrúlega ferðalagið sem sýningin Níu líf hefur verið undanfarin fjögur ár.

Söngleikurinn fjallar um ævi hans og störf og var sýndur í Borgarleikhúsinu. Fyrsta sýningin var árið 2020 og síðasta sýningin, númer 250, var um helgina.

Bubbi birti einlæga færslu á Instagram um þetta gefandi og þroskandi ævintýri.

„Kristín Eysteinsdóttir veðjaði á 9 líf. Ólafur Egill Egilsson skrifaði verkið. Brynhildur Guðjónsdóttir tók við keflinu. Það hvernig Ólafur vann þessa hugmynd mína þannig að úr varð sá galdur sem verkið er, var ekkert minna en fágæt snilld,“ segir Bubbi.

„Leikhópurinnn með litlu Bubbanna sem ég sótti í lok sýningar – maður minn, hvað getur maður sagt? Hvílíkt listafólk, hvílík trúmennska gagnvart listinni. Aldrei afsláttur, alltaf uppá líf og dauða. Og þegar tjaldið var dregið upp þá fékk troðfullur salurinn bara það allra besta í hvert eitt sinn, í öll 250 skiptin. Í hljómsveitinni var valinn maður í hverju plássi undir dyggri stjórn Guðmundar Óskars. Og dansararnir og kórinn, og hópurinn í myrkrinu baksviðs sem sér um að allt gangi sem smurð vél, allt þetta ferðalag sem hefur staðið í rúm fjögur ár er búið að vera ólýsanlegt ævintýri.“

Ekki auðvelt en gefandi

„En var þetta auðvelt? Nei. Var þetta gefandi? Já. Var þetta gaman? Já. Var þetta þroskandi? Já,“ segir Bubbi og heldur áfram:

„Og allur þessi rosalegi fjöldi sem kom og tók þátt í ferðalaginu með okkur, öll þessi orka, öll þessi heilun sem átti sér stað. Líf mitt verður aldrei aftur það sama eftir þessa sýningu. Og mikið er ég þakklátur, elsku þið, mikið sem ég er þakklátur fyrr allt sem ég hef lært á þessu ferðalagi. Þetta hljómar sem klisja en er tær sannleikur. Það eina sem skiptir máli er samkennd, samúð og kærleikur.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu