Brynhildur æfði fótbolta með FH og spilaði síðasta leikinn sinn árið 2021. Hún er einn stærsti áhrifavaldur landsins með 126 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. Hún stofnaði íþróttavörumerkið Áróra Fitness í fyrra.
Brynhildur er í sambandi með körfuboltamanninum Dani Koljanin og eignuðust þau saman dóttur í desember í fyrra. Þau heimsækja reglulega Króatíu, heimaland Dani.
Sjá einnig: Brynhildur Gunnlaugs orðin mamma – Hélt meðgöngunni leyndri
Samfélagsmiðlastjarnan birti á dögunum myndband sem hefur slegið í gegn á TikTok, en í því má sjá hana leika sér með fótbolta í ræktinni.
Það tók hana tíu mínútur að finna aftur boltann, sjáðu af hverju í myndbandinu hér að neðan.
@brynhildurgunnlaugss i spent 10 minutes looking for the ball #croatia🇭🇷 #euro2024 ♬ som original – ciel