fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Segir flesta sem hafa neikvæðar skoðanir á honum ekki hafa kynnt sér málin – „Hræsnin og tvískinnungurinn er hrópandi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júní 2024 11:30

Brynjar Karl Sigurðsson Mynd: Athenabasketball

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Karl Sigurðsson frumkvöðull og körfuboltaþjálfari segir flesta þá sem hafa mjög sterkar neikvæðar skoðanir á honum ekki hafa kynnt sér hvað hann er raunverulega að gera. Brynjar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir Ísland þjakað af hræsni og dyggðaskreytingum:

,,Í hnotskurn er það sem ég er að gera að þjálfa stelpur eins og ég hef alltaf þjálfað stráka. Hræsnin og tvískinnungurinn er hrópandi. Þegar ég þjálfa stráka á þennan hátt fæ ég bara hrós og fólki finnst það sem ég er að gera æðislegt. En um leið og þjálfunin snýr að stelpum verður allt vitlaust. Og hópurinn sem hefur sterkustu neikvæðu skoðanirnar á því sem ég er að gera er sami hópur og segir að það sé enginn munur á kynjunum. Það er alveg galið að hópurinn sem segist mest vera í feminískri baráttu rís mest upp á afturlappirnar þegar það er verið að valdefla stelpur. Líklega er hluti af því vegna þess að ég neita að fórnarlambavæða leikmennina mína og set ábyrgð á þær og meðhöndla þær af virðingu. Ég neita að tipla á tánum í kringum ungar stelpur bara af því að þær eru stelpur. Þetta eru svo flottir einstaklingar sem þola það mjög vel að takast á við mótlæti og láta valdefla sig. Flestir sem þjálfa ungar stelpur þjálfa þær allt öðruvísi en stráka og meðhöndla þær jafnvel eins og minni máttar, sem er þveröfugt við valdeflingu.”

Brynjar segir að margir hafi þó skipt um skoðun á honum, meðal annars Frosti Logason, sem Brynjar segist hafa verið verulega ósáttur við á sínum tíma:

,,Ég ætlaði bara að ,,rare naked choke-a” hann þegar ég myndi hitta hann. Ég var brjálaður út í hann af því að hann talaði svo illa um mig. En það var þeim mun fallegra þegar hann skipti um skoðun á mér og fór að tala vel um mig. Ég hafði svo sem ekki tjáð mig mikið sjálfur á þessum tíma, þannig að hann mótaði sér bara skoðanir miðað við það sem hafði komið fram. Það tekur fólk oft tíma að skilja hvað ég er raunverulega að gera. Frosti er einn af þeim sem áttaði sig á hlutunum og eftir það hefur hann sagt það opinberlega og það er mikill manndómur í því. Þetta var á tímabili þegar það var verið að saka mig um að vera ,,cult” leiðtogi og það tók aðeins á. En það var verst þegar það var verið að tala niður stelpurnar mínar. Ég var til í að taka allan skít í heimi, en að gera lítið úr íþróttastelpum á þessum aldri er bara ömurlegt.”

Brynjar segist í þættinum hafa upplifað ótrúlega hluti í körfuboltanum á Íslandi í gegnum tíðina, ekki síst eftir að hann fór að þjálfa kvenfólk:

,,Ég setti saman þjálfaranámskeið fyrir konur þegar dóttir mín var átta ára. Hugmyndin var að ef stelpur og konur gætu mætt saman án karla, þá væru meiri líkur á að þær myndu mæta. Svo er ég að tala við þær sem mættu og bara tíminn sem fór í að ræða alla perrana inni í hreyfingunni var með ólíkindum. Það var magnað. Þarna voru greinilega aðilar sem höfðu verið að perrast í stelpunum og ég hugsaði bara: ,,af hverju jarðið þið ekki bara þessa gæja?”. Þá fékk ég svör eins og að þeir hefðu verið að vinna með landsliðinu og að það mætti ekki skemma fyrir möguleikum og þar fram eftir götum. Ég benti þeim á að áður en við færum að hugsa um íþróttir yrðum við að skoða fyrir hvað við stæðum og sumir hlutir væru bara mikilvægari en að spila fyrir landslið. Það er svo margt brotið í hreyfingunni á sama tíma og menn eru að dyggðaskreyta sig og þykjast standa fyrir jafnrétti og annað í þeim dúr. Það eru allir bara að pæla í rassgatinu á sjálfum sér,” segir Brynjar Karl, sem hefur vægast sagt fengið storm í fangið fyrir aðferðir sínar við þjálfun á undanförnum árum:

Brynjar segir dóttur sína hafa tekið mikinn storm í fangið þegar gagnrýnin á hann var sem mest, en hann segist engar áhyggjur hafa af henni:

,,Áður en ég kom hingað inn í þetta viðtal var ég að tala við dóttur mína. Ég vona að hún verði ekki fúl út í mig fyrir að segja þetta. Hún stofnaði Aþenu með mér og það eru fáir sem hafa staðið storminn jafnmikið og hún. Ég verð klökkur þegar ég byrja að tala um þetta. Þegar ég var hataðasti maður líklega í sögu íþróttahreyfingarinnar tók hún sér það hlutverk að verja pabba sinn og taka slaginn fyrir mig. Ég þekki áfalla- og kvíðafræðin, en ég hafði engar áhyggjur af henni af því að ég veit hvað hún er sterk. Lykilatriðið var að taka nógu mörg samtöl við hana og þannig skilja hvað væri að gerast.” 

Hægt er að nálgast viðtalið við Brynjar Karl og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“