fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Mössuð prinsessa vekur athygli – „Þetta getur ekki verið raunverulegt“

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búlgaríska prinsessan Kalina hefur vakið athygli fyrir að vera í hörkuformi. Nýlega náðust myndir af henni á röltinu með eiginmanni sínum, Antonio José Muñoz og sást þá skýrt hvað prinsessan er vöðvastælt.

Kalina hefur verið dugleg í ræktinni síðustu ár og má sjá árangurinn sérstaklega vel á handleggjum hennar sem hafa aldrei verið jafn massaðir. Prinsessan er á sextugsaldri en hún er fimmta barn og eina dóttir Simeon II sem var seinasti keisari Búlgaríu.

Nef prinsessunnar vakti einnig athygli. Því hefur verið haldið fram í gegnum árin að Kalina hafi gengist undir hnífinn en eiginmaður hennar segir það af og frá. Hún hafi þó glímt við heilsubrest sem megi rekja til tannlækninga. Átta ára gömul lenti hún í slysi þar sem framtennur hennar brotnuðu. Hún fór til tannlæknis til að fá tannplanta en tannlæknirinn hafi borað of djúpt fyrir festingunum. Prinsessan fékk í kjölfarið sýkingu og þurfti í kjölfarið að gangast undir aðgerð sem hafði í för með sér útlitsbreytingu.

Muñoz hvatti fólk til að dást fremur að konu hans fyrir að huga vel að heilsunni en hún sé dugleg að hreyfa sig og sé í besta formi lífs síns þökk sé heilbrigðu mataræði, hreyfingu og góðri næringu.

Netverjar gerðu einmitt það og áttu varla orð yfir þessari mössuðu prinsessu.

„Þetta er klárlega ekki sama manneskjan“

„Þetta getur ekki verið raunverulegt“

„Prinsessan af Bulk-aríu“

„Þetta er í hreinskilni hvernig ég sé fólk frá Búlgaríu fyrir mér“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi