fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Erlendir miðlar ausa Snertingu lofi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júní 2024 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snerting gengur fyrir fullu húsi í kvikmyndahúsum landsins og hafa rúmlega 20 þúsund gestir upplifað þessa einstöku mynd sem snertir svo sannarlega við áhorfendum. En það eru ekki bara Íslendingar sem eru hrifnir af Snertingu heldur keppast erlendir miðlar við að ausa myndina lofi. 

„Kormákur og samstarfsfélagar kalla fram tilfinningar ástúðar og angistar með gullfallegum sjónrænum blæ. Hann og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson hámarka andrúmsloftið með því að nota nákvæm blæbrigði innan svalra blátóna og hlýrra sepíuþveginna litapalletta. Sterk blæbrigði í lýsingu varpa ljósi og samtvinnaðar vonir og þrár Miko og Kristófers . Einstaka ljósgeislar í linsunni sem koma frá náttúrulegu ljósi,  Þau fylla rýmin hlýrri birtu og  gefa skotinu ferskann, sterkan ljóma. Leikmyndahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel skapar innilegt og áhrifamikið umhverfi fyrir persónurnar að leika í, allt frá bakaríinu sem hafði verið breytt í eldhús á veitingahúsu til veggjanna á tómlegu heimili Kristófers eldri.

Koki er kraftmikil leikkona, sem leikur karakter sinn af þokka, samúð og seiglu. Hún gefur Miko baráttuanda og sterka þörf fyrir sjálfstæði. Neistinn á milli hennar og Pálma Kormáks kveikir þann eld sem er nauðsinlegur til að lyfta ástarsögunnni á æðra plan.  

Þetta er einstaklega kraftmikil, manneskjuleg mynd um fólk sem reynir að komast yfi hrikalegan missi, Fólk sem velur hugrekki og ást til að sigrast á sorginni. Og það er ekkert sem snertir meira en að sjá það í verki,“ segir Variety.

„Með leikhópi sem er einfaldlega fullkominn í persónusköpun, Pálmi Kormákur (ungur Kristófer), Kôki Kamura (ung Miko), Egill Ólafsson (Kristófer) og Yôko Narahashi (Miko) fá þig til að brosa á sama tíma og þau toga hjartastrengina sundur og saman.  Epísk ástarsaga sem fer í sögubækurnar sem kvikmynda-klassík,“ segir The Curvy film critic.

Gazettely segir: „Frammistaða Koki sem Miko er sterk. Með hennar augum sjáum við konu taka breytingu á meðan hún virðir hefðir menningar sinnar. Neistinn á milli hennar og Kristófers yngri, leikin af mikilli næmni af Pálma syni leikstjórans Baltasars Kormáks, gerir hið hverfula eðli sambands þeirra sorglega fagurt.

Fínlegri þættir eins og lýsing, myndavéla vinna og ljósgeislar í linsu fylla daglegar senur blæbrigðum. Augnablikin á milli Kristófers og Miko geisla af þrá sem við fáum að upplifa án þess að okkur hafi verið „sýnt“ það.

 Þrátt fyrir að myndin taki á erfiðum málum þá er Snerting alltaf aðgengileg áhorfandanum. Kormákur leiðir okkur varlega í gegnum þvermenningarlega enduruppgvötun Kristófers. Myndmálið dregur fram hið mannlega í öllum persónum á sama tíma og það  heiðrar menningarlegann bakrunn þeirra.

Það er greinilegt að Kormákur lagði á sig gríðarlega vinnu og vandvirkni við að skapa hrífandi og nákvæmann söguheim Snertingar. Fumlaus leikstjórn hans og náin samvinna með listrænu samstarfsfólki, skapar sannarlega nánd við áhorfandann og lyftir honum á æðra plan.

Snerting sannar að tímalausar sögur lifa áfram þegar þær eru meðhöndlaðar af alúð, hjarta og sýn eins og hefur verið gert hér. Kvikmynd Kormáks mun sitja eftir í hugum þeirra sem eru opnir fyrir látlausum lærdóm um kraft ástarinnar.

Kvikmynd Kormáks mun sitja eftir í hugum margra, löngu eftir að lokaskot hennar hefur fjarað út.

Svo einfaldlega og fallega finnur Snerting djúpstæðan lærdóm í litlu augnablikum lífsins. Hún mun sitja eftir sem einstaklega áhrifarík mynd beint  frá hjartanu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu