fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

„Ég vil að eiginkonan niðurlægi mig með því að stunda kynlíf með öðrum karlmanni á meðan ég horfi“

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2024 21:29

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eina sem ég get hugsað um er að horfa á konuna mína stunda kynlíf með öðrum karlmanni.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Við höfum gert það einu sinni, það eru mörg ár síðan en ég mun aldrei gleyma þessari trylltu upplifun. Við erum eldri núna og ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að stinga upp á því að við gerum þetta aftur.“

Maðurinn er 46 ára og eiginkona hans er 35 ára. Þau hafa verið gift í fimmtán ár.

„Þegar við byrjuðum saman vorum við bæði opin fyrir alls konar kynlífsævintýrum og samþykktum að prófa allt einu sinni. Við fórum í kynlífspartý, prófuðum BDSM, fórum í trekant, nutum ásta utandyra og á stöðum þar sem það hefði verið auðvelt að sjá okkur. Við nutum þess í botn að prófa þetta allt saman og urðum nánari fyrir vikið.

En það sem kveikti meira í mér en nokkuð annað var að horfa á konuna mína stunda kynlíf með öðrum karlmanni, beint fyrir framan nefið á mér.“

Maðurinn lýsir þeirri upplifun nánar.

„Við fundum karlmann og buðum honum heim. Hann stundaði villt og tryllt kynlíf með eiginkonu minni í marga klukkutíma og ég var látinn sitja þögull hjá.

Þetta virkaði eitthvað svo tabú og hafði djúpstæð áhrif á mig.

Ég er það sem fólk kallar gjarnan „alpha karlmaður“. Ég nýt mikillar virðingar og velgengni, þannig það var alveg ný tilfinning að vera niðurlægður og finnast ég vera valdalaus.

Síðan þá hef ég oft hugsað um þetta, stundum tala ég um þetta á meðan við stundum kynlíf og eiginkona mín spilar með, en hún hefur ekki stungið upp á því að við myndum gera þetta aftur.

Ég vil endurtaka leikinn en ég veit ekki hvernig ég að nefna þetta við hana. Ég er hræddur um að álit hennar á mér sem karlmanni muni minnka ef hún veit hversu mikið ég naut þess að horfa á hana með öðrum manni.

Hvað ætti ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar

Ráðgjafinn svarar og segir að það sé ekki óalgengt fyrir fólk, sem nýtur velgengni, að vilja vera undirgefið í kynlífi.

„Það er andstæða við hversdagsleikann,“ segir hún.

„En þú hefur breytt minningunni um eiginkonu þína með öðrum karlmanni í fullkomna fantasíu, og að breyta fantasíum í raunveruleika eru oft mikil vonbrigði.

Þið eruð bæði eldri, samband ykkar hefur breyst og það er hætta að það sem virkaði fyrir ykkur þegar þið voruð ungt par muni hafa neikvæð áhrif á ykkur núna. En ræddu þetta endilega við hana en alls ekki stinga upp á þessu á meðan þið eruð í svefnherberginu, svo það sé engin pressa og þá veit hún líka að þér sé alvara.

Byrjaðu á því að rifja upp ævintýri ykkar og athugaðu hvernig hún bregst við. Ef hún er ekki til í þetta þá eru til aðrar leiðir til að krydda upp kynlífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“