Hjónin Katrín Edda Þorsteinsdóttir véla- og orkufræðingur og Markus Wasserbach eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau dótturina Elísu Eyþóru sem fæddist í desember 2022.
Fjölskyldan sem er búsett í Þýskalandi er stödd á Íslandi og héldu hjónin kynjaveislu í gær þar sem þau opinberuðu kynið á bumbubúanum. Veislan var haldin í garðinum hjá móður Katrínar Eddu sem búsett er í Hlíðunum í Reykjavík.
Blöðrubogi frá Baluniceland, kaka frá Sætar syndir, veitingar frá Joe and the Juice, hoppukastali og fleira var á meðal þess sem gestum var boðið upp á í brakandi veðurblíðunni í gær.
Katrín Edda klæddist bleikum kjól í tilefni dagsins og sagðist einnig hafa viljað vera í einhverju bláu en þó ekki viljað splæsa í bláan kjól bara af þessu tilefni. Lendingin var því blá slaufa í hárið.
Að lokum var komið að því sem allir biðu eftir og fjölskyldan stillti sér upp við blöðruboga og Markus opnaði blys og blár reykur steig upp, von er á dreng, en Katrín Edda er hálfnuð á meðgöngunni.
View this post on Instagram