fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Sannleikurinn um Ozempic: Sjúklingur fer yfir kosti og galla lyfsins

Fókus
Föstudaginn 7. júní 2024 11:29

Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Ozempic undanfarið og virðist áhuginn á þyngdartapslyfinu ekki fara dvínandi.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf. Eins og með önnur lyf eru aukaverkanir af notkun Ozempic, eins og flökurleiki, uppköst og hægðatregða. Einnig hafa karlmenn greint frá erfiðleikum við að fá – og viðhalda – reisn.

Sjá einnig: Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

The Street ræddi við Vinnie Painter, 56 ára konu sem starfar sem sjúkraþjálfari í Seattle í Bandaríkjunum. Hún var á Ozempic í nokkra mánuði og útskýrði af hverju hún hafi ákveðið að byrja á lyfinu.

„Ég hafði prófað allt mögulegt til að reyna að léttast. Ég borða ekki mikið og passa hvað ég borða, ég æfi oft en ekkert var að gerast. Ég var sett á estrógenlyf eftir að hafa gengið í gegnum breytingaskeiðið og það hjálpaði ekki,“ sagði hún.

Allir og amma þeirra að tala um Ozempic

„Maður var að heyra svo mikið um Ozempic og maður sá allt fólkið og allar stjörnurnar sem voru að grennast á lyfinu og ég varð afbrýðisöm. En þau hafa auðveldan aðgang að þessu.“

Painter sagði að hún hafi ekki verið í það mikilli yfirþyngd svo að tryggingarnar myndu niðurgreiða lyfið.

„Ég er sjúkraþjálfari á deild á spítalanum fyrir sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall og ég hef séð fullt af konum á mínum aldri fá heilablóðfall, flestar hafa verið jafn þungar og ég,“ sagði hún.

„Ég var með fitulifur, ég var með hátt kólesteról og það opnaði augun mín að sjá þær ganga í gegnum þetta, ég vissi að ef ég myndi ekki gera eitthvað bráðlega þá yrði ég ein af þeim.“

Vissi að hún þyrfti að gera eitthvað

Painter sagði að vegna starfs hennar hafi hún verið meðvitaðri um heilsuvanda fólks en aðrir.

„Það er margt sem fólk sér ekki. Ég sé svo margar konur á mínum aldri glíma við heilsuvandamál, oftast vegna ofþyngdar. Og í ættinni minni er of hár blóðþrýstingur, þannig ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað.“

Sjá einnig: Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Svona hafði hún efni á því

Painter vissi að tryggingarnar hennar myndu ekki borga lyfið þar sem hún var ekki í nógu mikilli yfirþyngd. „Ég þurfti að missa um 11 til 15 kíló og það er ekki nóg fyrir tryggingarnar.“

Painter leitaði sér upplýsinga á netinu og fann fyrirtæki sem var með Ozempic og rukkaði rúmlega 41 þúsund krónur á mánuði fyrir eina sprautu á viku.

Eftir nokkrar vikur stækkaði hún skammtinn og tók eftir því að hún fann ekki lengur fyrir hungri og þá byrjaði hún að léttast.

„Ég hætti að vilja mat, sérstaklega sætindi. Og það sem kom mér mest á óvart var að mér fannst áfengi ekki lengur gott […] Mig langaði ekki í kolvetni og byrjaði að borða meira af próteini.“

Aukaverkanir

Painter missti um sjö kíló fyrstu þrjá mánuðina. „Sem er mikið fyrir mig því fyrir þetta þá haggaðist ekki talan á vigtinni. Síðan hægðist á þyngdartapinu og ég missti um 4,5 kíló í viðbót næstu fimm mánuðina og svo stoppaði ég þar.“

Þó svo að hún hafi verið ánægð með niðurstöðurnar þá var hún ekki jafn ánægð með aukaverkanirnar. „Mér var mjög flökurt og ég fékk hægðatregðu. Ég fékk líka brjóstsviða. Ég var líka mjög þreytt, ekki með mikla orku en það var örugglega vegna þess að ég var ekki að borða nóg. Ég var örugglega að borða um 700 kaloríur á dag.“

Ekki lengur á Ozempic

Painter er hætt á Ozempic. „Ég væri til í að þurfa ekki að fara á það aftur, en ég held ég muni gera það. Sjáum hvað gerist í sumar og hvort ég nái að yfirfæra það sem ég lærði af lyfinu á daglegt líf mitt. Ég væri til í að missa fimm kíló í viðbót en ég er í heilbrigð eins og ég er núna,“ segir hún.

„Ég er 56 ára, ég get ekki búist við að vera jafn þung og ég var þegar ég var 30 ára.“

Sjá einnig: Nýtt lyf gæti breytt leiknum – Allt að tvöfalt áhrifaríkara en Ozempic

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni