Sundfatatískan er sífellt að breytast og virðist einnig sífellt verða djarfari. Þegar kemur að því að kynna nýtt trend þá eru tískupallarnir í Miami Swim Week gjarnan fyrir valinu. Margir muna eftir því þegar límbandasundfötin gerðu allt vitlaust fyrir fimm árum.
Sundfatavikunni í Miami lýkur í dag og hafa margir hönnuðir vakið athygli, en það sem hefur hvað mest áberandi er endurkoma rósetta.
Þegar fólk hugsar um rósettur þá hugsar það kannski um tíunda áratuginn, eða jafnvel enn lengra til baka og tengir það við efri stéttina í Bretlandi á nítjándu og tuttugustu öldinni. En undanfarið virðist þetta trend vera að koma sterkt til baka og er nú búið að ryðja sér til rúms í sundfatatískunni.
Nokkrir hönnuðir sýndu rósettubikiní í Miami Swim Week, eins og Ema Savahl og Milus Rose.
Sundfatamerkið Capristan vakti einnig mikla athygli í vikunni fyrir einkar djarfar flíkur, ef flíkur má kalla. Erlendir miðlar, eins og News.com.au, þurftu að blörra sumar myndirnar frá tískusýningunni þar sem nekt er ekki leyfð á sumum miðlum.
Sjáðu alla sýningu Capristan hér að neðan.
Sjáðu alla sýningu Ema Savahl hér að neðan.